Fréttir frá 2004

11 16. 2004

Lyfturafvirkjar í verkfalli

Um 600 rafvirkjar i Norska rafiðnaðarsambandinu sem starfa við uppsetningar á lyftum eru í verkfalli og eru búnir að vera það í 3 mánuði.Um 600 rafvirkjar i Norska rafiðnaðarsambandinu sem starfa við uppsetningar á lyftum eru í verkfalli og eru búnir að vera það í 3 mánuði. Ástæða þess eru að eftir stækkun Evrópska efnahagssvæðisins birtust fyrirtæki á vinnumarkaði þeirra sem greiddu mun lægri laun en norskir kjarasamningar kveða á um og eins er aðbúnaður og öryggisbúnaður mun lakari en norsk lög kveða á um. Þetta hefur leitt til þess að norsk fyrirtæki geta ekki keppt við þessi fyrirtæki. Þetta varð til þess að félag Lyfturafvirkja sem er aðildarfélag Norska rafiðnaðarsambandsins samþykkti í sumar að fara í verkfall ef ekki yrði brugðist við þessu. Þeir væru óðum að missa vinnuna og norsk fyrirtæki stefndu í gjaldþrot.   Þeir hafa hlotið fullan stuðning Norska ASÍ og nú um helgina var ársfundur norræna byggingarsambandsins og samþykkti það ályktun til stuðnings rafvirkjunum.   Í Norræna byggingar- og tréiðnaðarsambandsins er hálf milljón félagsmanna. Á ársfundi sambandsins í Osló 12. nóv. 2004 var samþykkt eftirfarandi ályktun.   NBTF hefur áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað þegar verktakafyrirtæki eru að nýta sér erlent vinuafl til þess að ná til sín verkefnum á Norðurlöndum. NBTF hefur ekkert á móti því að erlend fyrirtæki eða erlent vinnuafl komi til Norðurlandanna, en það verður að gerast á jafnréttisgrundvelli, ekki í formi niðurboða á launum undir lágmörkum kjarasamninga og félagslegum aðbúnaði.   Öll fyrirtæki sem starfa í Noregi verða að lúta norskum lögum og norskum kjarasamningum.   Hluti norskra fyrirtækja hafa notfært sér þetta ástand og segja það á grundvelli þess að gott sé að fá samkeppni á markaðinum. En þetta getur ekki leitt til annars en glundroða á vinnumarkaði, gjaldþrota innlendra fyrirtækja og aukins atvinnuleysis norskra launamanna.  Ársfundur NBTF lýsir yfir fullum stuðning við aðgerðir Norska rafiðnaðasambandsins og sendir norskum lyfturafvirkjum stuðningskveðjur í réttlátri baráttu þeirra fyrir atvinnu sinni.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?