Fréttir frá 2004

11 16. 2004

Fordómar gagnvart erlendu launafólki

Það er svo einkennilegt hvernig sumir stjórnmálamenn eru fullkomlega ófærir um að tengja staðreyndir hins daglega lífs við málflutning sinn.Það er svo einkennilegt hvernig sumir stjórnmálamenn eru fullkomlega ófærir um að tengja staðreyndir hins daglega lífs við málflutning sinn. Nú er í gangi umræða um að fordómar gangvart erlendu vinnuafli hafi aukist hér á landi. Fáir hér á landi ætti að vita meir um það mál en háttvirtur félagsmálaráðherra. Hann segir að vissulega væru niðurstöður könnunar Gallup um margt sláandi og umhugsunarefni hvers vegna umburðarlyndi gagnvart erlendu vinnuafli væri minna nú en fyrir fimm árum. Allar forsendur ættu að vera til þess að Íslendingar væru jákvæðari gagnvart útlendingum en aðrar þjóðir; fáir ættu eins mikið undir samskiptum við aðrar þjóðir og við. Þá væri líklega leitun að annarri þjóð sem leitaði sér í jafn miklu mæli menntunar erlendis.   Öll vitum við að hingað hafa í mjög vaxandi mæli verið fluttir til landsins erlendir launamenn sem fá mun lægri laun en kjarasamningar kveða á um og eins eru í gangi félagsleg undirboð. Samfara þessu hefur langtíma atvinnuleysi vaxið umtalsvert hér á landi. Það er morgunljóst að þetta markar skoðun landsmanna umfram annað. Ekki er um að ræða einhverja fordóma eins og félagsmálaráðherra er að tala um og segist hafa áhyggjur yfir. Hann er einfaldlega að víkja sér undan því að horfast í augu við staðreyndir. 16.11.04. gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?