Fréttir frá 2004

11 16. 2004

Lög á kjarabaráttu

Það skiptir engu hvaða afstöðu við höfum til kjarabaráttu kennara, það er aldrei hægt að taka undir þegar ríkisvaldið tekur sig til og setur lög til þess að stöðva deilur.Það skiptir engu hvaða afstöðu við höfum til kjarabaráttu kennara, það er aldrei hægt að taka undir þegar ríkisvaldið tekur sig til og setur lög til þess að stöðva deilur. Þú stöðvar ekki deilur með lögum, það þarf að leysa deilur og ná niðurstöðu. Núverandi ríkisstjórn nýtur þess vafasama heiðurs að vera margdæmd fyrir að setja lög sem ekki voru forsendur fyrir.   En tvöfalt siðgæði ráðherra og þingmanna blasir himinhrópandi við okkur. Sömu menn sem hafa ítrekað tekið við miklum launahækkunum og margföldum lífeyrisréttindum án þess að standa upp úr stólunum, launahækkanir og sjálfgefin réttindi sem eru í engu samræmi við þau kjör sem almenningi er ætlað að sætta sig við. Með hliðsjón af þessu þá hrópar á okkur fullkomið siðleysi Alþingis í þessari setningu sem er í lögunum; ?en jafnframt gæta þess að stöðugleika efnahagsmála og forsendum annarra kjarasamninga sé ekki raskað." Öll munum við eftir ummælum ráðherra og stjórnarþingmanna þegar þeir voru að réttlæta ofurlaunahækkanir sínar. 16.11.04.gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?