Fréttir frá 2004

11 18. 2004

Sveitarfélögin leggja línurnar

Því ber að fagna að kennarar hafi náð kjarasamning, þrátt fyrir afskipti ríkisvaldsins. Nú standa yfir margir kjarasamningar og næsta víst að samninganmönnum RSÍ berist skilaboð frá hinum almenna félagsmanni. Það hefur komið mjög skýrt fram í ályktunum frá RSÍ og eins í öðru efni hér á heimasíðunni að rafiðnaðarmenn eru algjörlega andvígir því að sett séu lög sem banna verkföll launafólks. Réttur til að gera kjarasamninga og nýta löglegar aðferðir til að knýja á um kjarabætur er hluti af sjálfsögðum mannréttindum. Launafólk á almennum markaði hefur ítrekað bent á varasamar aðferðir hins opinbera í afskiptum þess af launamarkaði. Þar hafa staðið hæst samningar um lífeyrissjóði við ákveðna hópa sem strax í upphafi var bent á af rafiðnaðarmönnum að myndu valda deilum um ókominn ár og myndu kosta ríkissjóð margfalt meira en þáverandi ríkistjórn sagði að þessi samningur kostaði. Síðan þá hafa fjármálaráðherrar beitt margskonar brellum til þess að fela þennan kostnað, sem má líkja við að við myndum blekkja okkur í heimilisbókhaldinu með því að færa afborgun næsta árs af lífeyrislánum og húsnæðislánum sem skuld í stað heildarskuldar. Einnig hafa margir samningar við opinbera starfsmenn í öðrum stéttarfélögum en eru í ASÍ haft óheppileg áhrif og ekki síst samningar opinberra embættismanna við sjálfa sig þám alþingismenn og ráðherra. Launamenn á almennum markaði höfðu forgang um gerð Þjóðarsáttar og hafa síðan þá hafa axlað mikla ábyrgð á stöðugleika í verðlagsmálum. Svo einkennilegt sem það nú er, þá hafa sumir stjórnarþingmenn farið þess á leit við launþegasamtök á almennum markaði að þau gefi út yfirlýsingu um að þau afsali sér rétt á endurskoðun kjarasamninga. ?Halló, hvar erum við stödd, heyrðum við rétt??, hefur heyrst á kaffistofum rafiðnaðarmanna undanfarna daga. "Þessir menn voru um daginn að kynna okkur Fjárlög þar sem ekki er tekið tillit til þess ramma sem settur var í vor!" Eins og kunnugt er þá standa þessa dagana yfir umfangsmiklir viðræður um endurnýjun kjarasamninga rafiðnaðarmanna við fjölmarga aðila þám opinberar stofnanir og sveitarfélög. Það er hárrétt sem Einar Oddur, sem var reyndar einn af helstu forvígismönnum Þjóðarsáttar, er að segja í fjölmiðlum í dag. Það er ákaflega hætt við að samningamönnum muni berast þau skilaboð næstu daga frá hinum almenna félagsmanni; ?Nú er búið að leggja línurnar, varla verður hægt að fara í manngreiningarálit. Ríkisstjórnin lagði línurnar með því að leggja drög að meiri verðbólgu og sveitarstjórnirnar komu svo á eftir. Hvað eigum við að gera?? Minna má á Spaustofuna fyrir viku. 18.11.04.gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?