11 24. 2004
- Ítarupplýsingar
Nú fer fram mikil umræða í samninganefndum RSÍ hvort menn eigi að endurskoða kröfugerðir með tillit til samninga Launanefndar sveitarfélaganna. Hér eru sjóðnarmið eins samninganefndarmannaÉg er þeirrar skoðunar að afleiðingarnar geta orðið slæmar ef við semjum á sömu nótum og kennararnir, en getum við annað en farið sömu leið? Ríkisstjórnin hefur að mínu mati sagt upp þjóðarsáttinni, ekki einasta hefur hún ásamt alþingismönnum hrifsað til sín ofboðsleg laun og lífeyrishlunnindi. Hún hefur á sama tíma og hún talar um nauðsyn þess að við hin gætum hófs í kröfum okkar, auk þess að hún vinnur beinlínis gegn okkur þegar kemur að því að gæta hagsmuna Íslenskra launamanna sem felst í aðgerðaleysi varðandi réttindi erlendra félaga okkar t.d. á Kárahnjúka.
Hún hefur að engu álit okkar á fyrirhuguðum skattalækkunum td. svo ekki sé minnst á að hún hefur haft íslenska alþýðu að fíflum varðandi áralangt aðgerðaleysi sitt í olíumálinu og svo má lengi telja. Við skuldum þeim ekkert. Það verður erfitt að sitja undir því hjá okkar félagsmönnum ef við gerum kjarasamninga sem eru langt undir kennurum. Þeir munu spyrja sem
svo, hafði Eiríkur Jónsson rétt fyrir sér þegar hann lýsti því yfir að aðildarfélög ASI gætu ekki samið um mannsæmandi laun fyrir sína félagsmenn, spurningin er ósanngjörn, en skiljanleg og það verður ekki gott að sitja undir henni. Því segi ég, förum fram með sömu kröfur, en semjum til eins árs, því það bendir allt til þess að allir okkar samningar verða lausir næsta haust.
24.11.04 Georg Georgsson