Fréttir frá 2004

11 27. 2004

Áhrif kennarasamninga á yfirstandandi viðræður

Á fundi miðstjórnar RSÍ í gær var farið yfir nýlegan kjarasamning kennara. Samninganefndir RSÍ höfðu daginn áður farið yfir samninginn með tilliti til framlagðra kröfugerða RSÍ.Á fundi miðstjórnar RSÍ í gær var farið yfir nýlegan kjarasamning kennara. Samninganefndir RSÍ höfðu daginn áður farið yfir samninginn með tilliti til framlagðra kröfugerða RSÍ. Niðurstaða samninganefnda og miðstjórna er sú ekki sé nein sérstök ástæða til þess að blanda samning kennara saman við vinnu okkar að endurnýjum kjarasamninga okkar. Við rafiðnaðarmenn höfum ætíð fylgt þeirra stefnu að vinna sjálf að okkar málum.   Í þessu sambandi er sérstök ástæða til þess að árétta það enn einu sinni, að við erum að fást við fastlaunasamninga þessa dagana, eins og reyndar samningur kennara er líka. Þar má einnig benda á samning ráðherra og alþingismanna. Það er tilgangslaust og út í hött að bera saman umsamdar lágmarkslaunahækkanir á opnum markaðslaunakerfum sem taka til sín fullt launaskrið allan samningstímann, og svo umsamdar launahækkanir á fastlaunakerfum þar sem allir liggja á umsömdum töxtum og fá ekki launaskrið allt samningstímabilið.   Við erum búin að endurnýja tvo faslaunasamninga á þessu ári, þe Orkuveitusamninginn og svo við Fjármálaráðuneytið. Í þessum samningum sömdum við um launahækkanir og tilfærslur í launaflokkum með tilliti til þess launaskriðs sem hafði átt sér stað í sambærilegum hópum á almennum markaði. Launakostnaðaraukinn var meiri í þeim samningum en í almenna samningnum sem við gerðum í vor. Enda hafði launakostnaðarauki fastlaunasamninga  verið mun minni á samningstímanum en í almenna samningnum. Þar er jú launaskriðið stöðugt allan samningstímann, en í fastlaunasamningum er það tekið út í stökkum við upphaf hvers samningstímabils. 27.11.04 gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?