Fréttir frá 2004

12 1. 2004

Samningur vegna byggingarframkvæmda Fjarðaráls

RSÍ hefur undirritað samning við ástralska fyrirtækið Bechtel um samskipti vegna uppbyggingar álversins í Reyðarfirði. Samningurinn kveður á margskonar öryggis- og umgengisákvæði starfsmanna á byggingarsvæðinu. Nú hefur RSÍ ásamt Samiðn og Starfsgreinasambandinu undirritað samning við ástralska fyrirtækið Bechtel um samskipti vegna uppbyggingar álversins í Reyðarfirði. Samningurinn kveður á um margskonar öryggis- og umgengisákvæði starfsmanna á byggingarsvæðinu. Fyrirtækið mun undirgangast öll ákvæði íslenskra kjarasamninga og reglugerða um aðbúnað starfsmanna. Byggingarframkvæmdir fara fram í byggð þannig að almennur kjarasamningur RSÍ mun gilda á svæðinu. Allar yfirlýsingar og framkoma Bechtel manna er til mikillar fyrirmyndar, en vitanlega á eftir að koma í ljós hvort hugur fylgir máli. Við höfum brennt okkur á fagurgala. En það er ekkert sem bendir til annars en allt verði til fyrirmyndar hjá Bechtel.   Samningar eða viljayfirlýsingar um samskipti eru oft gerðir þegar stórframkvæmdir eru að hefjast. T.d. hafa þeir verið gerðir vegna álveranna í Straumsvík og Norðuráls. Einnig var á sínum tíma undirritaður samningur við þá aðila sem ætluðu að byggja álver á Keilisnesi. Þetta er eitt þeirra atriða sem aðilum er uppálagt að hafa gengið frá þegar lokavinna við fjármögnum framkvæmda hefst. Þeir sem hafa staðið að uppbyggingu álveranna hér á landi hafa gengið frá samningum við stéttarfélögin áður en framkvæmdir við uppbyggingu eru komnar á lokastig. Þar hefur verið áberandi vilji af hálfu eigenda að ná langtíma samning við öll stéttarfélögin og þá einum samning við þau öll. Þannig að friðarskylda ríki og fámennur hópur geti ekki stöðvað framkvæmdir eða rekstur. Tryggt sé að friður ríki á vinnustaðnum a.m.k. þar til að reksturinn sé kominn vel af stað. T.d. var gerður 7 ára samningur við Norðurál á sínum tíma og nú hefur fyrirtækið látíð í ljós vilja til þess að gera jafnlangan samning nú vegna þeirra miklu framkvæmda sem verið er að leggja út í núna.   Nú virðast sum þessara fyrirtækja vera búinn að gleyma þessum fyrrverandi kröfum sínum og forsendum um einn samning við öll viðkomandi stéttarfélög. Sum þeirra eru að "úthýsa" verkefnum til fyrirtækja sem starfa eftir öðrum kjarasamningum. Ef t.d. rís upp deila á almennum markaði þá getur það leitt til þess að rekstur stöðvast vegna fámenns hóps, þó svo friður ríki um kjarasamning á svæðinu. Í þessu sambandi er nægilegt að vísa til margítrekaðra yfirlýsinga Flugleiða vegna, hlaðmanna, afgreiðslufólks, flugfreyja, flugmanna ofl. hver þessara hópa starfar eftir sínum kjarasamning og hver þeirra getur stöðvað reksturinn.01.12.04 gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?