Fréttir frá 2004

12 10. 2004

Mótframlag vinnuveitenda hækkar um áramót

Athygli sjóðfélaga Lífiðnar og vinnuveitenda þeirra er vakin á því að þann 1. janúar 2005 tekur gildi hækkun á mótframlagi atvinnurekenda úr 6 í 7 % í samtryggingardeildAthygli sjóðfélaga Lífiðnar og vinnuveitenda þeirra er vakin á því að þann 1. janúar 2005 tekur gildi hækkun á mótframlagi atvinnurekenda úr 6 í 7 % í samtryggingardeild. Um þessa breytingu er kveðið á í kjarasamningum milli  aðildarsambanda og félaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins frá því á árinu 2004. Samtímis fellur niður skylda atvinnurekenda til að greiða 1% framlag í séreignarsparnað fyrir þá starfsmenn sem ekki leggja neitt fyrir sjálfir á móti.   Sjóðfélögum Lífiðnar er bent á að gríðarmiklu máli skiptir fyrir afkomu seinni hluta ævinnar að leggja fyrir í séreignarsparnað. Á vef Lífðnar www.lifidn.is má finna reiknivél sem reiknar, að gefnum forsendum sem sjóðfélagi slær inn, hve mikið hafi safnast þegar hefja má útborganir úr séreignarsjóði, sem er við 60 ára aldur. Ef sjóðfélagi leggur fyrir 2%  eða 4% í séreignarsparnað fær hann 2% mótframlag frá atvinnurekanda. Það má líta þannig á að þeir sem ekki leggja fyrir í séreignarsparnað hafi allt að 2% lægri laun yfir ævina (að óbreyttum forsendum) samanborið við þá sem leggja fyrir með þessum hætti. Það munar um minna!   Til að njóta þessarra umsömdu kjarabóta er sjóðfélaga Lífiðnar skylt að gera samning þess efnis. Til að gera samning við Lífiðn er hægt að hafa samband símleiðis í síma 580 5200 eða senda tölvupóst á netfangið lifidn@lifidn.is. Einnig er hægt að prenta út samning af heimasíðu sjóðsins (www.lifidn.is), undir flipanum Séreignarsparnaður ? Samningar og senda það til sjóðsins. Sjóðfélagar eru einnig ávallt velkomnir til okkar upp á Stórhöfða 31, Reykjavík og geta gengið frá þessu þar í eigin persónu.   Starfsmenn Lífiðnar annast öll samskipti við launagreiðanda þegar sjóðfélagi hefur gert samning við sjóðinn. Þar á meðal getur sjóðfélagi treyst á að Lífiðn innheimti fyrir hann iðgjöld í vanskilum með sama hætti og önnur iðgjöld sem greidd eru til sjóðsins.   Vakni spurningar varðandi séreignarsparnað hjá Lífiðn, þá veitir starfsólk sjóðsins fúslega allar upplýsingar. Friðjón R. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lífiðnar  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?