Fréttir frá 2004

12 15. 2004

Lífeyrisiðgjöld hækka úr 10% í 11% um áramót. Fá sjóðfélagar ekkert fyrir þetta aukna iðgjald?

Yfirlýsingar vegna stöðu lífeyrissjóða í fjölmiðlum undanfarna daga hafa einkennst af alhæfingum. Hér er yfirlýsing frá Lífiðn vegna málsins. Í fjölmiðlum síðustu daga hefur mikið verið rætt um lífeyrissjóði og þá staðreynd að iðgjöld hækka um áramót úr 10% í 11%. Í fréttum hefur því verið haldið fram að lífeyrisréttindi hækki ekki til samræmis við hækkað iðgjald. Að því tilefni viljum við hjá Lífiðn koma því á framfæri í þessu mikilvæga máli fyrir sjóðfélaga okkar og baráttu þeirra fyrir bættum lífeyrisréttindum, að þetta á alls ekki við alla lífeyrissjóði, t.a.m. á þetta ekki við um Lífiðn. Aldurstengt réttindakerfi ? tekið upp hjá Lífiðn árið 2002. Í samkomulagi frá því fyrr í mánuðinum, milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) er lagt til að lífeyrissjóðir taki upp aldurstengt réttindakerfi. Það er fagnaðarefni fyrir þá sem eiga réttindi hjá lífeyrissjóðunum, og við minnum sjóðfélaga og aðra á að slíkt kerfi var tekið upp haustið 2002 hjá Lífiðn. Það kerfi hefur reynst afskaplega vel. Stjórn sjóðsins sýndi með þessum breytingum mikla framsýni og lofsvert að fleiri hyggist fylgja í kjölfarið nú. Niðurstaða:  Aldurstengt réttindakerfi tekið upp árið 2002 hjá Lífiðn. Tryggingastaða Lífiðnar ? áfram sterk ? þrátt fyrir auknar skuldbindingar Um síðustu áramót var tryggingastaða Lífiðnar mjög sterk, nánast einstök meðal lífeyrissjóða. Lífiðn átti 6,4% eignir umfram skuldbindingar. Á þessu ári hafa birst nýjar tölur um auknar lífs- og örorkulíkur og með þeim áhrifum að skuldbindingar sjóðsins og annarra lífeyrissjóða aukast. Búið er að meta hve mikil áhrif þetta hefur á stöðu Lífiðnar miðað við  fyrstu 8 mánuði ársins og ljóst að sú sterka staða sem Lífiðn hefur byggt upp helst og enn á Lífiðn verulegar eignir umfram skuldbindingar. Niðurstaða:  Þrátt fyrir auknar skuldbindingar á árinu með nýjum upplýsingum um að að ævi einstaklinga lengist og örorka eykst, er staða Lífiðnar mjög sterk. Hækkað iðgjald ? veitir sjóðfélögum meiri réttindi hjá Lífiðn. Árið 2002 var tekið upp aldurstengt réttindakerfi hjá Lífiðn og um leið voru áunnin réttindi hækkuð um 22,4% og lífeyrisgreiðslur hækkaðar um 15,5%. Á þeim stutta tíma sem þetta nýja kerfi hefur verið við lýði hefur staða sjóðsins elfst til muna og er nú nánast einstök meðal lífeyrissjóða. Samkvæmt bráðabirgðaúttekt tryggingastærðfræðings sjóðsins mun aukið iðgjald nú um áramót koma til með að auka réttindi sjóðfélaga Lífiðnar. Niðurstaða: Hækkuð lífeyrisgjöld um áramótin úr 10% í 11% veita sjóðfélögum Lífiðnar meiri réttindi. Heildarniðurstaða: 1.                  Við hjá Lífiðn fögnum því að SA og ASÍ leggi til að lífeyrissjóðir taki upp aldurstengt réttindakerfi sem gert var hjá Lífiðn árið 2002. 2.                  Við hjá Lífiðn fögnum því að sjóðfélagar fái aukin lífeyrissjóðsiðgjöld um áramót sem að leiðir til þess að sjóðfélagar fá auknin réttindi hjá Lífiðn. 3.                  Við hjá Lífiðn minnum á að staða sjóðsins er mjög sterk og ólík þeirri stöðu sem dregin er upp fyrir alla lífeyrissjóði í fjölmiðlum. Framsetning framkvæmdastjóra ASÍ í fjölmiðlum í gærkvöldi á alls ekki við alla lífeyrissjóði og því hörmum við umfjöllun á þessum nótum um þetta mikilvæga mál, sem er til þess fallið að vekja ugg hjá sjóðfélögum að ástæðulausu. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?