Fréttir frá 2004

12 16. 2004

Breytingar á vöxtum og útlánareglum Lífeyrissjóðsins Lífiðnar

Vextir lækkaStjórn Lífeyrissjóðsins Lífiðnar hefur ákveðið að frá og með 16. desember 2004, eru fastir vextir af nýjum lánum (A-lánum) Lífiðnar 4,20%.  Vextir lána með breytilegum vöxtum (B-lán) lækka í 4,50% frá og með sama degi.  Stjórn sjóðsins hefur einnig ákveðið að falla frá því að samningur um viðbótarlífeyrissparnað við séreignardeild sjóðsins sé skilyrði fyrir veitingu A-lána.  Eftir sem áður verður það áfram skilyrði fyrir A-lánum að þau séu tryggð með fyrsta veðrétti.  Stjórn sjóðsins álítur að lán þau sem sjóðurinn býður uppá og sveigjanlegir skilmálar þeirra séu álitlegur kostur fyrir fjármögnun fjárfestinga sjóðfélaga sem og endurfjármögnun eldri og óhagstæðari lána, þeirra sjóðfélaga sem eiga rétt á láni frá Lífiðn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?