Fréttir frá 2004

12 21. 2004

Uppsagnir ná einungis til nokkurra tæknimanna - ótrúleg vinnubrögð!!!

Nokkrum dögum fyrir jól eru kallaðir inn á teppið trúnaðarmenn tæknimanna Ratsjárstofnunar og tilkynnt að 15 tæknimönnum verði sagt upp. Vinnubrögðin eru svo óendanlega ómanneskjuleg að annað eins hefur vart sést.Nokkrum dögum fyrir jól eru kallaðir inn á teppið trúnaðarmenn tæknimanna Ratsjárstofnunar og þeim tilkynnt að setja eigi út alla tæknimenn á stöðvum sem staðsettar eru út á landi, einungis eigi að starfrækja stöðina í Keflavík, 15 af 32 tæknimönnum verði sagt upp í marz næstk. þeir hætti í október. Einhverjir af hinum 32 eiga að fara er tryggt er að allir lifa í óvissu í 3 mán. Trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna eru settir í þá stöðu að þurfa og fara án aðstoðar á hverri stöð og tilkynna starfsfélögum sínum þetta og það eru ekki bara þeir sem falla saman heldur einnig forsvarsmenn stöðvanna, því þeir vissu ekkert. Nokkrum dögum síðar kemur svo forsvarsmaður stofnunarinnar í glansandi skóm á einkaflugvél að venju og lætur hafa eftir sér yfirlætislega í fjölmiðlum þetta sé svo sem ekkert tiltökumál; ?Uppsagnir ná til nokkurra tæknimanna?(MBL 17.1204). Ekkert vandamál er sagt við sveitarstjórnarmenn þetta snúi einvörðungu að tæknimönnum. Allt virðist gert til þess að niðurlægja trygga grunnstarfsmenn stofnunarinnar til margra ára.   Hvers vegna spyrja sumir? Ratsjárstofnun rekur 4 ratsjárstöðvar hér á landi, eina á hverju landshorni. Starfsemin byggist á að mestu að staðsetja allt flug í okkar heimshluta og senda þennan ratsjárgeisla til flugstjórnarkerfa og varnarkerfis bandaríkjamanna. Fyrstu árin störfuðu 32 tæknimenn auk 4 ? 6 á skrifstofu. En smá saman hafa verið ráðnir fleiri á skrifstofuna og eru þeir orðnir nú á þriðja tug. Hver silkihúfan upp af annarri, sem öðru hvoru fljúga um landið í einkaflugvélum og athuga hvort ryk sé á hillunum í stöðvunum og nokkur óþarfa húsgögn séu á staðnum. Einnig er búið að ráða umsjónarmenn í stöðvarnar og þeim skipað að vera utan stéttarfélaga. Þetta var að því virtist gert til þess eins gert að ögra tæknimönnunum. Stöðvarstjórar voru einnig ráðnir. Er einhver undrandi á því að bandaríkjamönnum blöskri þessi rekstur og segi það verði að hagræða? Og hver er hagræðingartillaga skrifstofufólksins; ?Segjum upp helming tæknimannanna!!!?   Hvaða afleiðingar getur þetta haft? Jú þetta getur haft þær afleiðingar að einhver stöðin liggur niðri þann tíma sem það tekur að koma tæknimönnum frá Keflavík vestur í Bolungarvík og upp á Bolafjall. Austur í Bakkafjörð og upp á Gunnólfsvíkurfjall eða austur í Hornafjörð. Flugumsjón veitir til Íslands umtalsverðum tekjum og það skapar mörg verðmæt störf að við skulum hafa flugumsjón í okkar heimshluta. Kanadamenn og Skotar hafa ítrekað sóst eftir þessu og nú er verið að leggja góð vopn í hendur þeirra vegna þess að það getur orðið amk 6 klst bið þar til stöð er keyrð upp. Það þýðir að ratsjárupplýsingar eru ófullnægjandi og lengja þarf öryggisbil milli flugvéla margfalt bæði framfyrir, upp og niður sem hefur miklar og óásættanlegar afleiðingar fyrir hina miklu umferð á okkar svæði.   Lá eitthvað á þessu fyrir jól? Nei alls ekki. Það er nægur tími til þess að undirbúa þetta og hægur vandi að gera það þannig að rekstri stöðvanna sé ekki stefnt í hættu. Við erum öll meirari dagana fyrir jól, setjumst með krökkunum og föndrum og maður sér jafnvel alhörðustu karlrembur sitja við borðstofuborðið og skera út í laufabrauð. Það er þung brúnin á þessum félögum mínum og fjölskyldum þeirra líður illa, þrátt fyrir að jólin séu eftir nokkra daga. Líf 32 fjölskyldna er skyndilega sett í uppnám og 15 fjölskyldur eru í þeirri stöðu að vera gert að búa í leiguhúsnæði, makarnir hafa sumir hverjir ekki getað nýtt framhaldsnám sitt. Þessar fjölskyldur eru orðnar verðmætur hluti af samfélögum. En nú liggur fyrir að taka sig upp og leita að nýju starfi, nýju húsnæði, nýjum skólum fyrir börnin og þau eru þessa dagana grátandi að ganga inn í jólin og kveðja leikfélaga sína. Miðað við gang mála má búast við að umræður á kaffistofunni í Síðumúlanum séu einhvern veginn svona: ?Þetta eru nú bara nokkrir tæknimenn, iss skítt með það. Hvernig er það, er ekki örugglega búið að kaupa jólagjafir fyrir starfsfólkið á skrifstofunni??   Þið afsakið, en mér liggur mikið niðri fyrir.21.12.04 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?