Fréttir frá 2004

12 22. 2004

Forstöðumaður Ratsjárstofnunar vísvitandi með ósannindi

Í kvöldfréttum útvarps var viðtal við verðandi forstöðumann Ratsjárstofnunar með hreint kostulegan útúrsnúning og vísvitandi ósannindi.Í kvöldfréttum útvarps var viðtal við verðandi forstöðumann Ratsjárstofnunar. Þar hélt hann því fram að stofnunin færi að lögum í sambandi við hópuppsagnir.   Ratsjárstofnun fór fram á fund með trúnaðarmönnum og fulltrúa stéttarfélags í gær (21.12). Því var svarað af okkar hálfu að nóg væri að gert af þeirra hálfu fyrir jólin. Þetta mál gæti hæglega beðið fram yfir jólin. Á það var ekki fallist og krafist fundar af hálfu stofnunarinnar. Voru trúnaðarmenn kallaðir í bæinn og fórum við ásamt lögmanni okkar Láru V. Júlíusdóttur á fundinn. Lára fór mjög ítarlega í gegnum það sem áður hafði komið fram að það væri ekkert í lögum um hópuppsagnir sem krefðist þess að stofnuninn stæði að þessu máli með þessum hætti. Þekkt er að Lára er eins og þekkt er einn hæfasti lögmaður landsins í vinnurétti. Þannig að forstöðumaðurinn fer vísvitandi með klár ósannindi.   Hann var einnig svo smekklegur að bera það á trúnaðarmenn rafiðnaðarmana að þeir hefði brugðist trúnaði og þessi vandræðagangur væri þeim að kenna en stofnuninn væri að reyna að bjarga því sem bjargað yrði. Ég læt lesanda það eftir að dæma þessi ummæli, mér finnst þau vera í sama flokki og þegar hann lýsti því yfir í blaðaviðtali að það enging ástæða fyrir sveitarstjórnarmenn að vera með eitthvert upp hlaup, þetta væru bara tæknimenn.   Að öðru leiti vísa ég til þeirrar greinar sem birtist á heimasíðunni í gær, það hafa allnokkrir bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn (ekki allir tæknimenn) haft samband við skrifstofu RSÍ í dag og staðfest allt það sem í greininni stendur. 22.12.04 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?