Fréttir frá 2004

12 28. 2004

Staðan í kjaraviðræðum

Undanfarin mánuð hafa staðið yfir viðræður um endurnýjun kjarasamninga. Átakapunktur í verksmiðjusamningunum hefur verið svokallað gildissvið viðkomandi kjarasamnings. Það slitnaði upp úr viðræðum við Járnblendið vegna þessa atriðis fyrir jól. Undanfarin mánuð hafa staðið yfir viðræður um endurnýjun kjarasamninga m.a. í verksmiðjunum, RARIK, Landsvirkjun og Landsímanum. Viðræður við Norðurál eru á eðlilegu róli sama gildir um Landsvirkjun, RARIK og Landssímann. Áberandi átakapunktur í verksmiðjusamningunum hefur verið svokallað gildissvið viðkomandi kjarasamnings. Það segir til um í hvaða störfum hann ákvarðar lágmarkskjör. Verksmiðjurnar hafa í vaxandi mæli úthýst störfum, eða möo boðið út ákveðna verkþætti sem áður voru unnin af fastráðnum starfsmönnum. Í sérsamningum verksmiðjanna er kveðið á um lágmarkslaun við framleiðslu og daglegt viðhald á verksmiðjusvæðinu. Ástæða er að geta þess að þessir sérsamningar ná ekki til annarra verkþátta eins og td ef byggður er nýr kerskáli eða ef verkþættir fluttir á brott af svæðinu.   Í sjálfu sér er ekkert við það að athuga þó verkþættir eru settir í hendur annarra fyrirtækja svo framarlega að virtir séu gildandi kjarasamningar í þeim störfum sem sérsamningar ná til. En deilurnar hafa snúist um að fyrirtækin hafa þá viljað nota lágmarkskjör almennra kjarasamninga ekki gildandi sérkjarasamnings á svæðinu. Á almennum kjarasamningum og sérsamningum fyrirtækja er grundvallarmunur. Almennir kjarasamningar ákvarða einvörðungu lágmarkslaun, en í fastlaunasamningum eru umsaminn launaflokkakerfi með aldurshækkunum og bónusum. Ekki er með nokkru móti hægt að leggja þessa samninga að jöfnu. Fyrirtæki geta ekki einhliða tekið upp einhverjar aðrar viðmiðanir með því einu að fela einhverju öðru fyrirtæki störfin, það er brot á landslögum. Ef þetta á að vera mögulegt hefði SA þurft að gera ráð fyrir því þegar almennir kjarasamningar voru gerðir síðastliðið vor, eins og gert var vegna virkjanaframkvæmda.   Í þessu sambandi er full ástæða að benda á aðgerðir Félagsmálaráðherra við Kárahnjúka undanfarið, þar hefur hann leyft erlendu fyrirtæki að fara að eigin vild hvað varðar starfsmenntun, launakjör, launatengd gjöld ofl. Þetta hefur vitanlega haft þær afleiðingar að nú hafa komið önnur fyrirtæki í kjölfarið og spurt af hverju megum við ekki líka. Eins og áður sagði þá eru viðræður á eðlilegu róli, en það slitnaði upp úr viðræðum við Járnblendið vegna ágreinings um þessi atriði fyrir jól. 28.12.04. gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?