Fréttir frá 2004

12 28. 2004

Um áramót - Eigum við að vera "Kína" Evrópu .

Öll vitum við að afköst launamanna og tryggð þeirra við fyrirtækin byggjast á þokkalegum aðbúnaði og launakjörum.  Öll vitum við að það hefur vantað töluvert upp á að þetta sé í lagi við Kárahnjúka, enda er starfsmannaveltan þar gífurleg og verkefnin ganga hægt. Öll vitum við að afköst launamanna og tryggð þeirra við fyrirtækin byggjast á þokkalegum aðbúnaði og launakjörum.  Minna má á að hluti af launakjörum í virkjanasamning er bónus og hann á að vega allt að 25% af mögulegum launum. Loks eftir mikla eftirleit tókst fyrri hluta þessa árs að fá Impregilo til þess að semja um bónus, en fyrirtækið hefur aftur á móti ekki greitt eina krónu upp í þann samning. Öll vitum við að það hefur vantað töluvert upp á að aðbúnaðarmál þetta séu í lagi við Kárahnjúka. Þetta hefur vitanlega leitt til þess að starfsmannaveltan þar er gífurleg og verkefnin ganga hægt, eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga.  Að venju víkja forsvarsmenn fyrirtækisins og Landsvirkjunar sér undan að fjalla um hin raunverulegu vandamál. Sú ástæða sem þeir sjá er að þeir verkamenn sem þeir hafi haft séu ekki góðir.  Þetta megi leysa með því að flytja inn hundruði launamanna frá Kína, fyrirtækið hafi reynslu af því að þeir séu sko ekki að slá af þó svo aðbúnaður sé ekki góður.  Reyndar vefst ekki fyrir þeim að þverbrjóta öll lög sem snúa að innflutning þessa vinnuafls.  Það eru reyndar fáir undrandi á því, hið ítalska fyrirtæki hefur komist upp með það hingað til.   Á alþjóðlegum ráðstefnum verkalýðshreyfingarinnar sem ég komið á, hafa fulltrúar hinna vanþróuðu landa komið reglulega til okkar norðurlandafulltrúanna og sagt við okkur; "Þið megið undir engum kringumstæðum slaka á kröfum ykkar um kaup og kjör. Við vitum að þið liggið undir áskorunum um að gera það, svo bæta megi hina svokölluðu samkeppnistöðu.  Þið standið ofar en við í stiganum, ef þið færið ykkur neðar þýðir það ekki að við stöndum kyrr, okkur verður einfaldlega gert að færa okkur niður jafnmörg þrep.  Þið hafið að vissu leiti líf og framtíð okkar í ykkar hendi.  Á hverju ári eru nokkrir tugir félaga okkar skotnir er þeir reyna að stofna stéttarfélög í Suður Ameríku - Afríku - og Asíu, margir hverfa sporlaust og fjölmargir fangelsaðir.   Fjármagnseigendur standast ekki þessar freistingar og nýta sér þetta bláfátæka fólk til þess að hámarka arð sinn. Neðanjarðarhagkerfi blómstra og gjöld til samfélagsins skila sér ekki.  Samfara því gera þau eðlilegan rekstur innlendra fyrirtækja erfiðan eða jafnvel vonlausan.  Sumar ríkisstjórnir hafa vaknað upp við vondan draum, í skjóli aðgerðarleysis þeirra hefur dafnað illgresi í bakgarðinum.  Aðgerðaleysi félagsmálaráðherra okkar hefur valdið því að langtímaatvinnuleysi hefur margfaldast hér á landi.  Fluttir eru inn þúsundir blásnauðra erlendra verkamanna, sem greinilega ofbýður.  Hvergi er meiri starfsmannavelta en við Kárahnjúka, eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið.   Við Kárahnjúka gilda sérstök lög um vinnutíma, ökuréttindi, starfsréttindi, öryggismál, aðbúnað verkafólks, kaup og kjör.  Þessi lög eru samin og sett af ítölskum auðhring og þeim er framfylgt í skjóli aðgerðarleysis og síendurtekinna undanþágna félagsmálaráðherra og íslenskra stjórnvalda.  Ef forsvarsmenn stéttarfélaga vekja athygli á þessu, er þeim gert að þurfa að sitja undir fýlulegum fúkyrðum íslenskra ráðamanna, sem syngja þessum þrælabúðum lofsöngva í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna.   Þetta hefur gefið mörgum undir skóinn um að nú sé hægt að flytja inn ódýrt vinnuafl og hámarka arðinn með því að notfæra sér neyð bláfátæks fólks frá svæðum þar sem örbirgð ríkir.  Rétt fyrir jólin var ítarleg frétt um hvernig vesturlensk fyrirtæki nýta sér blásnautt verkafólk í Kína og leggja líf þeirra og heilsu í rúst.  Þar eru launamenn sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og fyrirtækin hafa fullt frelsi til þess að ákveða hvort launamenn séu í stéttarfélögum.  Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði fyrir margt löngu séð samskonar aðfarir í sögulegri umfjöllun þegar bandaríkjamenn lögðu járnbrautir sínar í gegnum Klettafjöllin og um Kaliforníu.  Þar var þúsundum kínverja fórnað.  Impregilo komst upp með þetta í Kína við byggingu stíflugarða þar og vill nú fá að gera hið sama hér.   Viljum við íslendingar fá á okkur þetta orðspor?  Er ekki nóg komið?  Eins og fram kemur í grein um stöðu kjarasamninga hér á heimasíðunni þá er nú svo komið að stóriðjufyrirtæki vilja hafa sömu möguleika til þess að sniðganga íslenskt verkafólk og þá um leið gjöld til íslensks samfélags og nýta sér stöðu bláfátækra launamanna til þess að keyra niður kaupmátt hér á landi.  Aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda við Kárahnjúka er að koma í bakið á íslenskum fyrirtækjum og launamönnum. 28.12.04. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?