Fréttir frá 2003

03 3. 2003

Menntaráðstefna rafiðnaðarmanna 19. feb. 2003 að Stórhöfða 31

Góð aðsókn var að ráðstefnunni og miklar umræður. Ráðstefnuna sóttu skólamenn úr verkmenntaskólunum, atvinnurekendur í rafiðnaði og rafiðnaðarmenn. Að loknum inngangserindum var skipt upp í þrjá starfshópa sem fjölluðu um nám í grunndeild, nám að lokinni grunndeild og skipulag námsferla og stjórnkerfi menntakerfis rafiðnaðarmanna. Góð aðsókn var að ráðstefnunni og miklar umræður. Ráðstefnuna sóttu skólamenn úr verkmenntaskólunum, atvinnurekendur í rafiðnaði og rafiðnaðarmenn. Að loknum inngangserindum var skipt upp í þrjá starfshópa sem fjölluðu um nám í grunndeild, nám að lokinni grunndeild og skipulag námsferla og stjórnkerfi menntakerfis rafiðnaðarmanna. Helstu atriði sem fram komu í umræðum:  Á að lengja grunndeild úr 2 önnum í 4 annir? Samstaða var um að lengja grunndeild í 4 annir. Skörun starfssviða í veikstraum og sterkstraum hefur aukist verulega og æskilegt að kenna nemum lengur saman. Fram kom hjá skólamönnum í hópnum að skólamenn teldu þetta fyrirkomulag skólavænt þar sem bekkir yrðu stærri og miklar líkur væru á að fleiri sæktu í námið. Helsti ókostur lengri sameiginlegrar kennslu væri á kostnað sérhæfingar sem hugsanlega yrði ekki eins mikil. Einhugur var um að mæla eindregið með lengingu á grunndeild rafiðna  úr 2 í 4 annir og kalla hana rafiðnadeild.   Á að halda samræmt próf að lokinni grunndeild? Taka á upp samræmd próf að lokinni grunndeild, þannig að sömu kröfur yrðu um allt land, þetta mundi skapa aðhald fyrir skóla til að kenna svipað námsefni. Samræmd próf myndu auðvelda mat á milli skóla. Prófið ætti að vera í umsjá nefndar sem tilnefnd væri af sveinsprófsnefndum í löggiltum rafiðngreinum í samvinnu við Fræðsluskrifstofu. Rafiðnaprófin eiga að vera samræmd próf og vera lokapróf í viðkomandi áföngum en ekki sérstakt próf eins og sveinsprófin eru í dag.  Fræsluskrifstofan sér um utanumhald á prófa- og verkefnabanka fyrir faggreinarnar. Eðlilegt þótti að miða undirbúningsvinnu við að þeir sem ljúki grunndeild séu 20 ára. Ítrekað hafi komið fram að nemar séu að taka áfanga í almennum greinum miðað við að ná stúdentsprófi í undirstöðugreinum.   Á að taka upp eitthvert viðurkennt starfsheiti t.d. rafiðni eða raftæknir? Ráðstefnan taldi ekki rétt að taka upp eitthvert starfsheiti að loknu prófi á rafiðnabraut. Viðkomandi hafi öðlast réttindi til þess að hefja nám við löggilta iðngrein og fagnám á öðrum sviðum og starfa í rafiðnaðargeiranum. Þeir nemar sem lokið hafi námi í grunndeild geti tekið upp starfsheitið ?Lærlingur í rafiðnum?. Komið verði á náms- og starfsferilsbók sem neminn fær að lokinni grunndeild. Í bókina verði fært allt nám og starfsferill rafiðnaðarmanns og bókin staðfest reglulega af Fræðsluskrifstofu.   Heildarskipulag breiðar brautir. Einhugur var um að koma þyrfti á heildarskipulagi á nám í rafiðnaðargeiranum. Ljúka þurfi endurskoðun námsskráa löggiltra rafiðnaðargreina og koma skipulagi á annað nám í rafiðnaðargeiranum, sérfræðinám eða svokallaðar sérhæfingarbrautir. Skilgreina og marka ?Stuttar starfsgreinabrautir? í rafiðnaðargeiranum.   Fram kom að ekki ætti að skipta upp löggiltum námsbrautum í rafiðnaði og viðhalda ætti sem fæstum og breiðustum  sterkstraums- og veikstraumsbrautum. Í gildi væri reglur um hámarks einingafjölda á hverri önn og ekki væri ráðlegt að lengja námsbrautir í löggiltum rafiðnaðarbrautum umfram 4 ár. Frekar ætti að viðhalda breiðum brautum og bjóða upp á sérhæfðari brautir, annað hvort til hliðar við meginbrautirnar eða í framhaldi við þær.   Rafiðnaðarskólinn, sérfræðinám, stuttar starfsnámsbrautir Einhugur var um að Rafiðnaðarskólinn verði áfram undir stjórn atvinnulífsins og viðhaldi góðum tengslum við fyrirtæki í rafiðnaði. Meginhlutverk skólans verða áfram að skipuleggja fagtengd námskeið í samræmi við þá þróun sem á sér stað á vinnumarkaði rafiðnaðarmanna. Rafiðnaðarskólinn hafi í gegnum árin öðlast mjög góða viðurkenningu og leggja verði kapp á að hann viðhaldi þeim gæðum og kröfum sem hann er þekktur fyrir.   Með opnun Evróps vinnumarkaðs og auknu streymi vinnuafls milli landa hefur það færst í vöxt að erlendir rafiðnaðarmenn hafi komið til Íslands og fengið mat á námi með tilliti til íslenskra rafiðnaðargreina. Þar sé oft um að ræða stuttar námsbrautir sem ekki hafi formlega viðurkenningu hér á landi. Þetta sé ekki í samræmi við það að hér teljist einungis viðurkennd og löggilt iðnréttindi eða háskólapróf, aðrir séu flokkaðir sem ófaglærðir. Rafiðnaðarskólinn og skólar tengdir honum hafi í gegnum árin útskrifað fjölda fólks sem lokið hafi heildstæðu námi og fengið góð störf í kjölfar þess. Þetta fólk sé flokkað í íslenskum skrám sem ófaglært fólk sem einungis hafi lokið grunnskólaprófi.   Mynda á ramma um þær sérhæfingarbrautir sem skapast hafa í framhaldsnámi í rafiðnaðargeiranum og settar verði upp námskrár fyrir ?Stuttar starfsmenntabrautir?. Þar væri um að ræða starfstíma á sérhæfðu sviði í atvinnulífi auk sóknar á ákveðin námskeið. Setja á upp námskrá og setja skilgreind lokamarkmið. Þessar námsbrautir á að fá staðfestar í starfsgreinaráði í rafiðnaðargeiranum og fá þær viðurkenndar af Menntamálaráðuneyti.   Meistaraskóli, rafiðnfræði. Endurskipuleggja þarf Meistaranámið. Rafiðnfræðingsnám virðist eiga undir högg að sækja. Hópurinn var einhuga um að skipuleggja ætti meistaranámið með þeim hætti, að það væri viðurkenndur hluti af Rafiðnfræðingsnámi. Með því myndi m.a. vakna áhugi rafiðnaðarmanna á að ljúka meistaranámi. Taka ætti upp viðræður við Tækniháskólann um þetta mál.   Ráðstefnan vildi hafa það sem meginmarkmið alls náms í rafiðnaðargeiranum að verið væri að útskrifa topp fagmenn. Rafiðnaðarmenn í löggiltum iðngreinum hefðu í gegnum árin öðlast virðingu fyrir staðgóða og breiða þekkingu. Það ætti að vera meginmarkmið allra sem starfa að þessum málum að stuðla að því fyrst og síðast.   Stuðla á að því að fram fari virk umræða um menntamál innan rafiðnaðargeirans og hvatt var til þess að skipulagðar væru sambærilegar ráðstefnur a.m.k. einu sinni á ári. Auk þess megi skapa umræðugrundvöll með notkun netsins og vill hópurinn gjarnan fá niðurstöður sendar og fá með því tækifæri til þess að koma á framfæri sjónarmiðum um þau atriði sem verið er að fjalla um í öðrum hópum á ráðstefnunni.   Skilvirkni menntakerfis rafiðnaðarmanna. Nauðsyn er að setja upp skipurit yfir nefndir menntakerfis rafiðnaðarmanna og skilgreina ferli og fyrirkomulag. Auka þarf skilvirkni boðleiða þannig að allir stefni að sama marki. Fram kom að starfsfólk Rafiðnaðarskólans fær ekki nægilega oft skýrar línur frá stjórnendum skólakerfisins. Vangaveltur voru í hópnum um að skipting í veikstraums og sterkstraums námskeið sé óæskileg. Heppilegra er að horfa til heildarhagsmuna atvinnulífsins og stuðla að breiðum þekkingargrunni rafiðnaðarmanna. Eftirmenntunarnefndir þurfa að hafa meiri áhrif á framboð námskeiða sem í boði eru til að uppfylla þarfir atvinnulífsins. Sameiginlega verða allir að leggjast á eitt til að gera ágætan skóla enn betri. 03.03.03 gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?