Fréttir frá 2003

03 8. 2003

Atvinnuleysisbætur hækki í kr. 93.000 á mán.

Verkalýðshreyfingin er með í undirbúningi tillögur í málefnum atvinnulausra.Verkalýðshreyfingin er með í undirbúningi tillögur í málefnum atvinnulausra.   Lagt er til að atvinnuleysisbætur verði þegar hækkaðar úr kr. 77.452 í kr. 93.000 á mán. Einnig er lagt til að hafin verði skoðun á því að tekjutengja þær.   Einnig er lagt til að skráningarferlið verði endurskoðað og það einfaldað. Dregið verði út tíðni skráninga, ásamt því að einfalda alla umsýslu. Áhersla er lögð á aðstoð, ráðgjöf og menntunarúrræði fyrir fólk í atvinnuleit og virka vinnumiðlun Lagt er til að löggjöf um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir verði endurskoðuð og sett verði lög um einkareknar vinnumiðlanir. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?