Fréttir frá 2003

03 8. 2003

Sjálfseyðingarhvöt rafverktaka

Á fundum undanfarið innan RSÍ hafa komið fram vaxandi áhyggjur yfir því hvernig rafverktakafyrirtæki eru að reyna að nýta úrelta launataxta til þess að halda launum rafiðnaðarmanna í raflögnum niðri. Forsvarsmenn rafverktaka í byggingariðnaði vitna til þess að í gildi sé samkomulag milli RSÍ og SART um leiðbeinandi launatöflu, þar sem efsti taxti er 12. taxti.Á fundum undanfarið innan RSÍ hafa komið fram vaxandi áhyggjur yfir því hvernig rafverktakafyrirtæki reyna að nýta úrelta launataxta til þess að halda launum rafiðnaðarmanna í raflögnum niðri. Forsvarsmenn rafverktaka í byggingariðnaði vísa til þess að í gildi sé samkomulag milli RSÍ og SART um leiðbeinandi launatöflu, þar sem efsti taxti er 12. taxti. Þetta er ekki rétt. Rifja má upp fundi sem voru milli RSÍ og SART í ársbyrjun 2001. Þar kom m.a. eftirfarandi fram og var birt hér á heimasíðunni 10. marz 2001. ?Óánægja rafvirkja á almennum vinnumarkaði með leiðbeinandi launatöflu RSÍ - SART hefur farið mjög hratt vaxandi undanfarið. Tilvist launatöflunar virðist vera mörgum rafverktakafyrirtækjum tilefni til þess að halda launum rafvirkja niðri. Steininn tók út þegar Kjararannsóknarnefnd birti launakönnun fyrir 3. ársfjórðung 2000. Starfsmenn RSÍ hafa ítrekað en árangurslaust reynt að fá SART til þess færa launatöfluna til samræmis við það gengur og gerist á vinnumarkaði rafiðnaðarmanna. Í framhaldi af þessu ákvað miðstjórn RSÍ að slíta samstarfinu við SART um launatöfluna og senda einungis út hver væru umsamin lágmarkslaun í rafiðnaði. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf, taxti 6 og lágmarkslaun rafiðnaðarmanna með reynslu, taxti 10. Um það var samið milli RSÍ og SART, að taflan myndi ætíð endurspegla þau laun sem væru á almennum markaði og efstu taxtar að vera a.m.k. jafnháir og meðallaun væru. Samstarf RSÍ við SART hefði ætíð verið mikið og farsælt og vildu miðstjórnarmenn ógjarnan slíta samstarfi um birtingu leiðbeinandi launatöflu. Mönnum fannst afstaða SART reyndar nokkuð sérkennileg, að teknu tilliti til þess að allar aðrar launatöflur í kaupskránni ná mun hærra upp en RSÍ/SART taflan, þar mætti nefna RARIK töfluna, sem einnig er mikið notuð af öðrum fyrirtækjum en RARIK en hæsti taxti þar er kr. 272.172, mánaðardaglaun.?   Í framhaldi af þessu var gert samkomulag við SART um sameiginlega birtingu lágmarkstaxta, en SART var þá tilkynnt að RSÍ myndi eftir sem áður birta á heimasíðunni launatöflu í samræmi við það samkomulag sem í gildi var við SART, en þeir vildu ekki standa við. Samkomulagið var um að birta sameiginlega launtölfu sem væri endurskoðuð a.m.k. 2svar ári og byggð á gögnum frá Kjararannsókn, sem væri óháð og opinber stofnun og væri traustur upplýsingagrunnur.   Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Kjararannsókn þá voru meðaldaglaun rafiðnaðarmanna 3. ársfjórðung 2002 :     Meðadaglaun Meðalyfirvinna Meðal föst laun Rafvirkjar 221.800 76.600 298.400 Rafeindavirkja 296.100 16.900 313.000 Iðnaðarmenn allir 242.200 47.500 289.700         Leiðbeinandi launatafla RSÍ Daglaun     Taxti 12 183.102     Taxti 16 230.614     Taxti 17 244.325     Taxti 18 258.860       Rafverktakafyrirtæki sem halda launum rafiðnaðarmanna innan við taxta 12. eru að greiða laun sem eru langt neðan við meðallaun rafiðnaðarmanna. Rafverktakafyrirtækin eru með gengdarlausum undirboðum að keyra niður laun rafiðnaðarmanna. En þau eru ekki bara að keyra niður laun starfsmanna sinna, þau eru að grafa undan eigin velferð. Manni er spurn hvers vegna eru rafverktakafyrirtækin sem starfa á byggingarmarkaði haldin þessari sjálfeyðingarhvöt. Sem betur fer er ljóst að rafiðnaðarmenn sem eiga þess kost leita eftir störfum annarsstaðar, það segja meðalalaunin. Við starfsmenn RSÍ höfum orðið að sitja undir þeim óbilgjörnu ásökunum af hálfu sumra rafverktaka, að við séum að skálda upp þessi meðallaun. Þeir vita það jafnvel og við að við höfum ekki aðkomu að úrtaki Kjararannsóknar. Þau segja að rafverktakar eru að nýta úrelta launatölfu til þess að halda niðri launum rafiðnaðarmanna.   Við höfum öðru hvoru gert okkar eigin launakannanir með því að skoða skilagreinar með launatengdum gjöldum. Fyrirtækin og launamenn eru örugglega ekki að greiða launatengd gjöld af of háum gjaldstofnum, þannig að þær kannanir eru ekki að sýna of háar niðurstöður . Okkar kannanir eru ekki fjarri því sem Kjararannsókn fær í sínum könnunum. 07.03.03 GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?