Fréttir frá 2003

03 18. 2003

RSÍ vinnur mál um hömlur á ráðningu hjá samkeppnisaðila

Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki hafa sett í ráðningarsamninga ákvæði um að starfsmenn megi ekki ráða sig til starfa hjá samkeppnisfyrirtækjum fyrr en að liðnum töluverðum tíma, venjulega 2 ? 3 ár.Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki hafa sett í ráðningarsamninga ákvæði um að starfsmenn megi ekki ráða sig til starfa hjá samkeppnisfyrirtækjum fyrr en að liðnum töluverðum tíma, venjulega 2 ? 3 ár. RSÍ hefur ætíð gagnrýnt þetta og bent á að með þessu sé verið að taka  grundvallarmannréttindi af launamönnum og setja á þá átthagafjötra.  Ef starfsmaðurinn sætti sig ekki við það sem vinnuveitanda detti í hug, verði hann að leita sér starfa utan rafiðnaðargeirans. Þetta standist engan veginn og sé brot á mannréttindum.   Í ágúst 2002 höfðaði fyrirtækið Z mál gegn rafeindavirkjanum Y og krafðist þess að fá kr. 3.2 millj. kr. ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði, sakir þess að Y réðist til starfa hjá samkeppnisaðila. Í ráðningarsamningi Y stóð m.a.: "Láti starfsmaður af starfi hjá Z skuldbindur hann sig til þess að taka ekki við starfi hvorki beint eða óbeint hjá samkeppnisfyrirtækjum. Brot á ákvæðum um samkeppnisbann varði févíti kr. 12.000 á dag." Y sagði upp starfi sínu hjá Z í marz 2001. Hann er atvinnulaus að mestu næsta hálfa árið, reynir fyrir sér í öðrum rafiðnaðarstörfum sem gekk ekki. Eiginkona hans er einnig atvinnulaus og fjárhagsgrundvelli heimils þeirra stefnt í voða. Y ræður sig hjá fyrirtæki í desember 2001 í samskonar störf og hann gengdi hjá Z. Vorið 2002 fær fyrirtækið Z vitneskju um ráðningu Y. Fyrirtækið setur þá fram lögbannsbeiðni og krefst dagsekta.    Lögmaður RSÍ var fenginn til að grípa til varna og krafðist sýknu fyrir Y á því að ákvæði í ráðningarsamningi um að hann megi ekki í 2 ár ráðast til starfa hjá tilteknum aðilum sé brot á stjórnarskrá. Þar segi að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósi. Í öðru lagi byggir hann vörn sína á samkeppnislögum, þar sé kveðið á um að sá sem fengið hefur vitneskju um eða umráð yfir atvinnuleyndarmálum á réttmátan hátt í starfi sínu megi ekki án heimildar veita upplýsingar eða hagnýta sér slík leyndarmál. Bannið gildi í 3 ár frá því að starfi ljúki. Ennfremur segir þar að þeim sem vegna starfs síns eða að öðru leyti hafi verið trúað fyrir uppdráttum, lýsingu, uppskriftum, líkönum eða þess háttar sé óheimilt að hagnýta sér eða veita öðrum afnot af slíku án sérstakrar heimildar.   Y sagðist ekki hafa búið yfir neinum atvinnuleyndarmálum sem hann hafi nýtt í þágu atvinnurekanda, né honum hafi verið trúað fyrir þeim. Fyrirtækið Y hafi ekki sýnt fram á að það hafi orðið fyrir neinu tjóni við það að hann hóf störf hjá meintu samkeppnisfyrirtæki. Fyrirtækið Z hafi heldur ekki sýnt fram á að hann hafi búið yfir neinum leyndarmálum sem skaði Z. Ekki sé óalgengt að samið sé um févíti í tengslum við verktakastarfsemi, en í ráðningarsamningum launamanna séu slík ákvæði óforsvararanleg. Mikið ójafnræði sé með aðilum við samningsgerð og aðstæður geti auðveldlega valdið því að launþega sé ókleyft að virða ákvæði um að fara ekki í annað starf. Févítisgreiðslan sé auk þess svo há að launamanni sé ekki kleyft að standa straum af henni. Y hafi verið áfram launþegi og ekki farið  sjálfur í samkeppni við fyrri atvinnurekanda.   Ákvæði af þessu tagi feli í sér víðtækar takmarkanir á samningsfrelsi launamanns. Telja verði að slík ákvæði í ráðningarsamningi starfsmanna séu þess eðlis að þeim sé ætlað að varna samkeppni með réttmætum hætti. Skiptir ekki máli þó atvinnurekandi sýni fram á að samkeppnisstaða hans hafi versnað vegna þess að viðkomandi starfsmaður segi upp. Ekki sé hægt að fallast á að það geti veikt stöðu starfsmanna í þessu sambandi þó vinnuveitandi hafi kostað til menntunar starfsmannsins með því að senda hann á námskeið til að gera hann færan til þess að gegna starfi sínu. Atvinnurekandi þurfi almennt að sæta því að starfsmenn segja upp störfum og þá hverfi frá fyrirtækjunum þekking.   Starfsmaðurinn tók ekki með sér umboð eða viðskiptamenn er hann lét af störfum Hann gerðist almennur launþegi.   Dómsorð : Y skal vera sýkn af kröfum stefnanda. Stefnadi greiði 320 þús. kr. í  málskostnað. 12. marz 2003 Héraðsdómur Reykjanes. 18.03.03 g.g. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?