Fréttir frá 2003

03 19. 2003

Ályktun um misrétti í lífeyrismálum

Fundur formanna og trúnaðarmanna verkalýðsfélaga innan ASÍ með félagsmenn sem starfa hjá ríkinu mótmælir harðlega því misrétti sem ríkið beitir starfsmenn sína í lífeyris-, veikinda- og orlofsrétti eftir því í hvaða stéttarfélagi þeir eru. Fundur formanna og trúnaðarmanna verkalýðsfélaga innan ASÍ með félagsmenn sem starfa hjá ríkinu mótmælir harðlega því misrétti sem ríkið beitir starfsmenn sína í lífeyris-, veikinda- og orlofsrétti eftir því í hvaða stéttarfélagi þeir eru.   Alþýðusamband Íslands hefur tvívegis fengið yfirlýsingu frá núverandi ríkisstjórn í tengslum við gerð kjarasamninga, með fyrirheitum um að jafna þennan mun. Við þær hefur ekki verið staðið.   Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í mars árið 1997, lýsti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, yfir því að ,,Í kjarasamningum ASÍ félaga við ríkið verði sértaklega hugað að því að samræma lífeyrisréttindi þeirra hópa við lífeyrisréttindi annarra starfsmanna ríkisins?.   Við gerð samkomulags aðila vinnumarkaðarins 13. desember 2001lýsti Geir Haarde, fjármálaráðherra, yfir því að unnið yrði að því að jafna réttindi félagsmanna ASÍ í starfi hjá ríkinu við réttindi annarra starfsmanna ríkisins.  Eftir fjölda funda með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum er ljóst að enginn pólitískur áhugi er hjá núverandi ríkisstjórn á að finna viðunandi lausn á þessu máli. Félagsmenn ASÍ sem eru í starfi hjá ríkinu búa við gróft misrétti.  Fundurinn telur það brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og krefst þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?