Fréttir frá 2003

03 25. 2003

"Fréttaflutningur? DV

Eins og kunnugt þá uppgötvaðist fyrir rúmu ári að fjármál skólakerfis rafiðnaðarmanna voru ekki með eðlilegum hætti...Eins og kunnugt þá uppgötvaðist fyrir rúmu ári að fjármál skólakerfis rafiðnaðarmanna voru ekki með eðlilegum hætti. Málið var sett í hendur endurskoðenda og lögmanna, eftir að hafa skoðað allt bókhald mjög ítarlega hefur fyrrverandi skólastjóri verið kærður fyrir fjárdrátt svo milljónatugum skiptir, auk þess að hann hefur verið sakaður um margskonar fjármálaóreiðu og spillingu. Forystumenn rafiðnaðarmanna hafa á meðan þessum rannsóknum stóð orðið að sitja undir margskonar ásökunum, sem ætíð hafa reynst marklausar við nánari skoðun. Einnig hafa okkur borist hótanir um að RSÍ verði lagt í rúst ef ekki verði hætt við þessa skoðun á bókhaldinu. Samskonar hótunum hefur verið komið á framfæri við aðrar stofnanir rafiðnaðarmanna. Í þessum hótunum hefur óskyldum málum gjarnan verið blandað saman, m.a. að halda fram þeirri einkennilegu fullyrðingu að verið sé að saka skólastj. fyrrverandi um allt sem miður hafi farið, þ.á.m. samdrátt á tölvumarkaði.    Undanfarið hefur okkur verið hótað blaðaskrifum. Vitanlega hefur ekki verið tekið tillit til þessara hótana og hvatt til þess að málin fari eftir þeim farvegum sem landslög bjóða. Málið hefur reynst ákaflega umfangsmikið, en við höfum látið kanna alla anga þess til þess að tryggja að réttur allra sé tryggður, en það hefur leitt til þess að það hefur tekið mikinn tíma.   Á morgun miðvikudaginn 26. marz  hefjast réttarhöld vegna meints tugmilljónafjárdráttar fyrrv. framkvæmdastjóra. Í gær birtist grein í DV þar sem fjallað er um það fyrirtæki er fyrrv. framkv.stj. stýrði. Hann hefur auk þess verið sakaður um umtalsverða fjármálaóreiðu og spillingu. Mér hefur verið tjáð að í farvatninu séu fleiri greinar um RSÍ. Tímasetningin ber það augljóslega með sér að það er verið að nota DV.   Ástæða er til að taka eftirfarandi fram: DV hafði ekki samband við forsvarsmenn Lífiðnar, Rafiðnaðarskólans, SART og RSÍ. Í greininni er margt sem áður hefur borist í hótunarbréfum þar meðal fyrirsögnin, sem segir í raun allt um viðhorf þess sem rekstrinum stýrði. Margt er rangt og rangtúlkað. Það hefur ítrekað komið fram að við getum ekki og munum ekki fjalla um málið fyrr en að málaferlum loknum.   Ég hafði samband við ritstjóra DV seinni partinn í gær og spurðist fyrir um hvers vegna þeir hefðu ekki samband við þá aðila sem þeir bæru sakir á áður en þær væru birtar. Það virtist koma honum á óvart að málið hefði ekki verið borið undir okkur. Í gærkvöldi sendi blaðamaður DV tölvupóst til mín. Hann getur þess að hann hafi reynt að ná símasambandi en ekki tekist þar sem skiptiborð hafi verið lokað. Skiptiborð í Stórhöfðanum er eins og á öðrum skrifstofum opið á venjubundum skrifstofutíma. Allan þann tíma sem ég hef starfað á þessum vettvangi hefur það aldrei vafist fyrir blaðamönnum að hafa upp á mér hvort sem einhver skiptiborð séu opin eða lokuð. Í tölvupóstinum spyr blaðamaðurinn hvort það sé rétt að búið sé að sólunda fjármunum vinnudeilusjóðs rafiðnaðarmanna. Þessu hefur verið svarað hér á heimasíðunni og ítrekað á fundum. Bókfærðar eignir vinnudeilusjóðs eru vel á annað hundrað millj. kr. Ég vill nota þetta tækifæri og bjóða þeim blaðamönnum sem vilja skrifa um þessi mál á vandaðan hátt og af ábyrgð, að koma hingað á Stórhöfðann. 25.03.03. Guðmundur Gunnarsson  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?