Fréttir frá 2003

03 26. 2003

Vegna greinar í DV í dag þá er rétt að eftirfarandi komi fram

Ef einhver aðili selur hlutabréf þýðir það að hann sé eignalaus? Með skilningi DV þá ættu 10 fréttir sjónvarpsins að hljóma svona, ?2.3 milljarðar töpuðust á Verðbréfaþingi í dag?..............Ef einhver aðili selur hlutabréf þýðir það að hann sé eignalaus? Með skilningi DV þá ættu 10 fréttir sjónvarpsins að hljóma svona, ?2.3 milljarðar töpuðust á Verðbréfaþingi í dag?. Fréttastofan hefur hingað til sagt ?Viðskipti á verðbréfaþingi í dag voru 2.3 milljarðar?.   Eignir vinnudeilusjóðs rafiðnaðarmanna á síðasta ári jukust verulega m.a. vegna góðs hagnaðar á sölu hlutabréfa og eru nú geymdar í mjög vel tryggðum skuldabréfum. Þetta var kynnt og samþykkt einróma á sambandsstjórnarfundi RSÍ í apríl síðastliðnum. Á þessum fundi voru allir miðstjórnarmenn sambandsins. Auk þess var þar samþykkt einróma að stofna Menntasjóð til þess að tryggja að það slys sem átti sér stað myndi ekki endurtaka sig. Þetta var einnig kynnt á trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ í október, þar voru miðstjórnarmenn líka. Um málið hefur ítrekað verið fjallað í miðstjórn RSÍ.   Í grein DV er því haldið fram að mér hafi verið gerð ítarleg grein fyrir henni og ég hafi hafnað að tjá mig um hana. Ritstjóri DV hringdi í mig kl. 7.30 í gærmorgun. Ég tjáði ritstjóranum að það þýddi ekki að senda mér greinar um þessi mál á meðan réttarhöld um þau stæðu yfir, en við værum ekki með slökkt á faxtækjunum. Hann sagðist myndi hringja í mig seinni hluta dagsins eða um kvöldið. Ég ítrekaði fyrra  svar mitt og sagði að við myndum ekki svara greinum sem væru í sama gæðaflokki og sú sem birt var á mánudag. Ritstjóri DV hringdi ekki. Ég sendi honum athugasemd í gærkvöldi um að þau ummæli sem mér eru ætluð um fyrrv. skólastjóra séu alröng. Ég benti honum á að lesa t.d. hér á heimasíðunni umræður á félagsfundi rafeindavirkja 12. marz síðastliðinn. Einnig má benda á upplýsingar á heimasíðunni um sambandsstjórnarfund, trúnaðarráðstefnu og margskonar efni um skólakerfið undanfarið ár. Í skilaboðum mínum í morgun kom fram að ég hvetti ritstjórann til þess að kynna sér betur málið áður en hann birti greinina, m.a. með því að ræða við þá sem um er rætt í greininni, hún væri um margt röng. Það hefur ekki verið gert. Ég bað hann fyrir sjónarmið sem ég sendi í morgun,  ég myndi hugsanlega birta þau síðar.    Ljóst er að um skipulega aðför er að ræða að mannorði manna og ekki er leitað til þeirra heldur einungis birt það sem DV vill birta. Ég efast ekki um að DV mun halda áfram aðför sinni að RSÍ m.a. með því að birta einvörðungu tiltekin svör útvaldra manna í þeim réttarhöldum sem nú standa yfir og viðtöl við þá. Blaðið mun eftir sem áður forðast að kynna sér önnur sjónarmið.   Ég heyrði einu sinni eftirfarandi sögu. "Tveir menn komu af stað söguburði um mann sem þeir vildu koma höggi á í þorpinu. Sagan tók flug og líf mannsins varð óbærilegt. Þessir tveir sáu eftir því sem þeir höfðu gert. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir hversu mikið flug sagan myndi taka. Þeir fóru heim til fórnarlambsins hringdu bjöllunni og þegar fórnarlambið kom til dyra báðust þeir afsökunar, þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Maðurinn fór inn og náði í kodda og hníf. Hann kom út á stéttina og risti koddann upp og fiðrið dreifðist um allt þorp. "Þegar þið eruð búnir að týna upp allar fjaðrirnar, talið þá við mig"   Ritstjóri DV á alla mína samúð. Það væri í samræmi við vinnubrögð blaðsins að koma til RSÍ að lokinni aðför og mannorðsmorðum og segja ?Heyriði, við viljum hafa svo vönduð vinnubrögð, viljiði ekki koma ykkar sjónarmiðum á framfæri??  26. marz 2003, Guðmundur Gunnarsson  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?