Fréttir frá 2003

03 27. 2003

Vegna herferðar DV gegn RSÍ

Það hefur ætíð tíðkast að endurgreiða kostnað sem starfsmenn og félagsmenn verða fyrir vegna starfs fyrir Rafiðnaðarsambandið og aðildarfélög. Þetta er gert eftir vinnureglum sem miðstjórn og stjórnir hafaÞað hefur ætíð tíðkast að endurgreiða kostnað sem starfsmenn og félagsmenn verða fyrir vegna starfs fyrir Rafiðnaðarsambandið og aðildarfélög. Þetta er gert eftir vinnureglum sem miðstjórn og stjórnir hafa staðfest og að framlögðum fylgiskjölum frá viðkomandi. Fylgiskjöl eru í bókhaldi og er það endurskoðað af félagslega kjörnum skoðunarmönnum og endurskoðendum.   Einkennilegt er að DV skuli ekki á neinum stað í þessu ferli leita staðfestingar á því sem þeir eru að birta. Ég kom aths. á framfæri við ritstjóra við grein sem birt var í gær, en þrátt fyrir það sagði DV að þrátt fyrir að greinin hefði verið ítarlega athuguð hjá RSÍ hefði ekki komið aths. þaðan!!. Sagt er að ég hafi fengið greinina til skoðunar, ég fékk einungis hluta hennar. Varaformaður RSÍ fékk ekki að sjá hana, enda hefur hann mótmælt og segir að það sé rangt eftir honum haft.   Augljóst er að það er verið að reyna að hafa áhrif á þau réttarhöld sem nú standa og er það siðlaust. Ástæða er að geta þess það er Eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja sem hefur stefnt í málinu og krafið fyrrv. skólastjóra um skýringar á hvar 32 millj.kr. eru. Dómsmálið snýst um það. Ég er ekki í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja og hef aldrei verið. Það er einkennilegt að verið sé að reyna að snúa málinu í einhvern persónulegan slag milli einstaklinga.   Ég birti hér að gefnu tilefni úr fundargerð sem er hér á heimasíðunni: "Þar kom m.a. fram í máli formanns RSÍ að menn alhæfðu um of og fjölluðu oft um þetta mál á röngum forsendum. Allir einkaskólar sem væru í almennri tölvukennslu hafa átt við mikinn rekstrarvanda að stríða og það hefði verið tekin ákvörðun um það af stjórn skólakerfisins fyrir allnokkru að draga sig út af þeim markaði, þetta mætti ekki tengja við önnur leiðindamál sem upp hefðu komið. Öllum var ljóst að þessari ákvörðun myndi fylgja mikill kostnaður m.a. vegna mikilla afskrifta á tölvubúnaði. Eftir mikla skoðun var ljóst að hagkvæmasti kosturinn hefði verið að draga sig alfarið úr þessu á síðasta ári. Formaður RSÍ sagðist vilja minna menn á í þessu sambandi að það hefði m.a. ítrekað komið fram frá félagsmönnum innan RSÍ að skólakerfi rafiðnaðarmanna ætti að draga úr öðrum rekstri en fagnámskeiða. Einnig væri ljóst að stór hluti þess vanda sem glímt væri við væri vegna 30% verðfalls á skrifstofuhúsnæði. Þessi tvö atriði væru undirstaða þess vanda sem glímt væri við. Þetta væri málefnum fyrrverandi skólastjóra óviðkomandi og enginn gæti verið að saka hann um þetta eins og ítrekað væri gefið í skyn. Það væri einkennilegt að heyra menn færa skólanám sem tap, ljóst væri að menntun sem rafiðnaðarmenn hefðu staðið fyrir væri komin til félagsmanna. Þeir væru betur menntaðir og hefðu betri stöðu á vinnumarkaði. Margir hefðu fengið betri störf og hærri launuð. Menn yrðu að líta til þess að námskeið hefðu verið niðurgreidd til félagsmanna um 230 millj. kr. á síðustu 4 árum. Það hefði augljóslega verið haldið of mikið af námskeiðum með of fáum þátttakendum, hér vildi hann benda á að margir hefðu einmitt verið að krefjast þess af skólakerfinu að námskeið væru ekki felld niður, þó þátttakendur væru fáir". 27.03.03. g.g. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?