Fréttir frá 2003

04 5. 2003

Vantraust á formann RSÍ kolfellt

Aðalfundur FÍR var haldinn í dag. Mjög góð mæting var á fundinum og var mikil umræða um fjármál RSÍ. Einar Jón Ólafsson fór ítarlega yfir alla sjóði sambandsins og stöðu þeirra. Fjárhagsleg staða sambandsins er mjög góð, eiginfjárstaða er 858 millj. kr. og jókst hún um  131 millj. kr. á síðasta ári.Aðalfundur FÍR var haldinn í dag. Mjög góð mæting var á fundinum og var mikil umræða um fjármál RSÍ. Einar Jón Ólafsson fór ítarlega yfir alla sjóði sambandsins og stöðu þeirra. Fjárhagsleg staða sambandsins er mjög góð, eiginfjárstaða er 858 millj. kr. og jókst hún um  131 millj. kr. á síðasta ári. Vinnudeilusjóður stendur vel en eiginfjárstaða hans er 179.9 millj. kr. Auk þess var ítarlega fjallað um skuldir skólakerfsins og hvaða ráðum hafi verið beitt til þess að ná tökum á vanda þess. Á fundinum var lögð fram tillaga um að skora á formann RSÍ að láta af öllum trúnaðarstörfum fyrir Félag ísl. rafv. og RSÍ. Atkvæði greiddu 131, 78 sögðu nei eða 60%, 42 söðgu já eða 32% og 11 seðlar voru auðir eða 8%. Formaður RSÍ fór á eftir og hvatti menn til þess að standa saman, sama hvorn hópinn þeir hefðu fyllt. Það hefði verið erfitt síðasta ár að horfa á það hvernig sumir menn hefðu reynt að nýta sér vandamál skólakerfis rafiðnaðarmanna til þess að skapa ólgu innan RSÍ. Vinnubrögðin hefðu því miður of oft verið langt fyrir neðan það sem áður hefði þekkst innan samtaka rafiðnaðarmanna. Göngum nú í friði fram að þingi RSÍ í næsta mánuði, þar mun miðstjórn leggja fram sín störf fyrir það kjörtímabil sem er að ljúka og þar mun fara fram kjör nýrrar forystu.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?