Fréttir frá 2003

04 7. 2003

Aðalfundur Félags rafiðnaðarmanna Suðurlandi

Föstudaginn 4. apríl var aðalfundur FRS haldinn í félagsheimili rafiðnaðarmanna á Selfossi. Fjölmennt var á fundinum.Föstudaginn 4. apríl var aðalfundur FRS haldinn í félagsheimili rafiðnaðarmanna á Selfossi. Fjölmennt var á fundinum. Í byrjun fundarins fóru gestir fundarins Einar Jón Ólafsson fjármálastj. og Rúnar Bachmann gjaldkeri RSÍ ítarlega yfir fjármál sambandsins og stöðu skólakerfis rafiðnaðarmanna. Fjörugar umræður urðu á eftir og komu menn víða við. Fundamenn lýstu ánægju með þær upplýsingar sem fram komu, þær svöruðu mörgum áleitnum spurningum sem höfðu vaknað hjá mönnum á síðustu dögum. Þótti mönnum skorta á að sambandið sendi frá sér ítarlegri upplýsingar. Í svörum gesta kom fram að yfir stæðu flókin réttarhöld, það væri staðföst ákvörðun forystu RSÍ að vera ekki að fjalla um mál tengd þeim í fjölmiðlum, ekki væri rétt að færa réttarhaldið út á götu. Það hefði komið fram í svörum til fréttamanna. Þeir hefðu nánast allir virt þá ákvörðun. Eftir inngangserindi gestanna tóku við venjubundin aðalfundarstörf. Í stjórn voru kjörnir: Formaður; Ómar Baldursson og meðstjórnendur Jóhann Bjarnason, Birkir Pálsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Birgir Sigurjónsson. Til vara: Helgi Guðmundsson og Óskar Ingi Böðvarsson. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi á kjörtímabili.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?