Fréttir frá 2003

04 11. 2003

Menntun, sjálfsögð mannréttindi.

(Bréf til RSÍ) Ágæti Guðmundur ! Ég vil byrja á því að lýsa yfir vanþóknun minni á ótrúlegri rógsherferð sem DV hefur farið með á hendur ykkur. Ég undirritaður rek lítinn Tölvuskóla, einkaskóla, og hefi nú ákveðið að allir félagsmenn RSÍ skuli njóta albestu kjara hafi þeir hug á að sækja námskeið við skólann og fá þeir frá og með deginum í dag flatan 25% afslátt af öllum námskeiðum við Tölvuskólann Sóltúni gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Með þessu vil ég sýna stuðning því mikla frumkvöðlastarfi sem RSÍ hefur unnið í þágu endurmenntunar í þessu landi.   Reykjavík 29. mars 2003 Með vinsemd og virðingu Ólafur Ólafsson rekstrarstjóri Tölvuskólinn Sóltúni   olafur@tolvuskoli.net   www.tolvuskoli.net  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?