Fréttir frá 2003

04 16. 2003

Skólastjórinn fyrrv. dæmdur til að endurgreiða Eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja 32 millj. kr.

Úr Dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur  og dómurinn í heild.Sjá dóminn hér í heild á pdf. skjali (540kb.)   Stefndi hóf störf hjá Eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja 1. desember 1987 og var samið um launakjör hans. Við stofnun Rafiðnaðarskólans 1994 breytist starf stefnda í skólastjórastarf við Rafiðnaðarskólann. Um leið hafi störf hans verið felld í starf skólastjóra, enda þá engin störf verið eftir til að vinna hjá Eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja eins og áður. Í raun hafi verið um að ræða stöðubreytingu og um leið stöðuhækkun hjá sama vinnuveitanda og því engin þörf á að segja stefna upp starfinu hjá Eftirmenntunarnefndinni. Hún hafi starfað áfram sem fagnefnd.   Ekki var ágreiningur um að stefndi réð yfir tékkareikning, sem var eign Eftirmenntunarnefndarinnar. Nefndin hefur hins vegar einungis samþykkt tvær greiðslur af reikningum. Eftir stofnun Rafiðnaðarskólans voru ekki gerðir ársreikningar fyrir Eftirmenntunarnefndina. Nefndarmenn báru að engin þörf hefði verið á því það eð allir fjármunir hafi átt að renna til Rafiðnaðarskólans. Þá er og upplýst að greiðslur þær sem stefndi greiddi sér af reikningi Eftirmenntunarnefndarinnar, voru ekki taldar fram til skatts. Stefndi ber sönnunarbyrðina fyrir þeirri fullyrðingu sinni að framangreind fjárhæð, sem hann greiddi af reikningi nefndarinnar.   Enginn af forsvarsmönnum Eftirmenntunarnefndarinnar könnuðust við að samið hefði verið við stefnda um laun með þeim hætti sem hann bar. Ekkert vitni hefur kannast við þennan samning. Stefndi heldur því fram að hann sé ennþá framkvæmdastjóri Eftirmenntunanrefndarinnar, honum bar því að sjá um að haldið væri bókhald og gerðir ársreikningar. Hann beri því sönnunarbyrðina fyrir þeirri fullyrðingu að þessar greiðslur hafi verið vegna útgjalda í þágu Eftirmenntunarnefndarinnar. Þótt sum gögn málsins gefi til kynna að einhverjar af þessum greiðslum kunni að hafa verið í þágu Eftirmenntunarnefndarinnar, þá verður stefndi sjálfur að bera hallann af því að hafa ekki gert nefndinni grein fyrir þeim á fullnægjandi hátt.   Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að sannað sé að stefndi hafi tekið sér fé af reikningi Eftirmenntunarnefndarinnar án þess að hafa heimild til þess. Verður hann því dæmdur til að greiða stefnanda stefnufjárhæðina með vöxtum eins og krafist er og nánar greinir í dómsorði og 1.200.000 kr. í málskostnað.   Dómsorð : Stefndi, Jón Árni Rúnarsson greiði stefnanda Eftirmenntun rafeindavirkja 31.850.343 kr. með dráttarvöxtum samkv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2002 til greiðsludags og kr. 1.200.000 kr. í málskostnað   Staðfest er kyrrsetningaraðgerð sýslumannsins í Reykjavík í málinu nr. K-11/2002 frá 6. marz 2002.        

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?