Fréttir frá 2003

04 16. 2003

Ósmekklegur málflutningur - Rangar ásakanir

Að marggefnu tilefni er ástæða til þess að taka það fram að það er Eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja sem hefur átt í málaferlum við fyrrv. starfsmann nefndarinnar, vegna meints fjárdráttar úr eftirmenntunarsjóði rafeindavirkja og misferlis í starfi við Rafiðnaðarskólann.  En hann gegndi skólastjórastöðu við Rafiðnaðarskólann.   Eftirmenntunarnefndina skipa 2 fulltrúar tilnefndir af Félagi rafeindavirkja og 2 tilnefndir af Samtökum atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði úr Félagi rafeindavirkjameistara.   Nú hefur fallið dómur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fallist er á allar kröfur Eftirmenntunarnefndar rafeindavirkja og kyrrsetningaraðgerð staðfest.   Rafiðnaðarsamband Íslands er ekki aðili að þessum málaferlum og ekki formaður sambandsins. Hann er ekki í Eftirmenntunarnefndinni. Nafni hans hefur verið aftur á móti ítrekað blandað saman við þessi málaferli með ákaflega ósmekklegum og ósanngjörnum hætti.   Eins og margoft hefur komið fram þá hafa fulltrúar samtaka rafiðnaðarmanna ekki viljað taka þátt í opinberri umræðu um þessi mál á meðan málið hefur verið í rannsókn og fyrir dómstólum. Þetta hafa sumir nýtt sér til þess að koma af stað margskonar villandi upplýsingum, rangtúlkunum og ógeðfelldum ásökunum, sérstaklega í garð formanns RSÍ.   Formaður RSÍ hefur ásamt starfsmönnum sambandsins og Rafiðnaðarskólans undanfarið ár tekist á við gífurlegan rekstarvanda skólakerfisns og þá óreiða sem skólastjórinn fyrrverandi skyldi eftir sig. Tekið hefur verið mjög skynsamlega á þeim málum og er sú vinna að skila sér í því að tekist hefur að bjarga Rafiðnaðarskólanum.       Fh. Félags rafeindavirkja Einar Jón Ólafsson.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?