Fréttir frá 2003

04 26. 2003

Leiðrétting við grein í DV 26.03.

Til heimasíðu RSÍ Vegna greinar sem birtist í DV 26. mars undir fyrirsögninni "EIGNIR SELDAR FYRIR SKULDUM" þar sem vitnað er í mig og ég sagður geta staðfest að eignir Vinnudeilusjóðs hefðu verið seldar fyrir skuldum, vil ég að eftirfarandi komi fram:Til heimasíðu RSÍVegna greinar sem birtist í DV 26. mars undir fyrirsögninni "EIGNIR SELDAR FYRIR SKULDUM" þar sem vitnað er í mig og ég sagður geta staðfest að eignir Vinnudeilusjóðs hefðu verið seldar fyrir skuldum, vil ég að eftirfarandi komi fram: Að morgni 25 mars kl 0750 hringdi H.K. í mig og spurði hvort ég gæti staðfest að hlutabréf RSÍ í Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans hefðu verið seld á genginu 2. Ég sagðist geta staðfest, að það væri rétt. Þá spurði hann hver staða vinnudeilusjóðs væri í dag, og ég svaraði að ég vissi það ekki. Ég svaraði á þennan hátt, því ég var þá búinn að átta mig á því, hvert HK ætlaði að leiða mig. Ég veit og vissi vel að Vinnudeilusjóður á skuldabréf í Menntastofnun. Ég sagði "aldrei" að hlutabréfin hefðu verið seld fyrir skuldum enda ekki spurður um það.Það er með ólíkindum hvernig blaðamenn geta snúið útúr orðum manna og slitið úr samhengi svo úr verði tóm þvæla.Það virðist sem að tilgangur með þessum blaðaskrifum sé eingöngu að ala á úlfúð og tortryggni meðal félagsmanna RSÍ. En hvaða hvatir DV hefur til þess veit ég ekki. Ég hvet alla rafiðnaðarmenn til að standa saman, og tjá sig ekki við frétta- né blaðamenn á meðan þetta ástand varir, því það er aldrei að vita hvernig þeir meðhöndla það. Með félagskveðjuHelgi Jónsson varaformaður(26.03.2003.)  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?