Fréttir frá 2003

04 29. 2003

Yfirlýsing í tilefni greinar um Rafiðnaðarskólann

Til ritstjóra DV   Vegna greinaskrifa í DV um málefni Rafiðnaðarskólans vill starfsfólk skólans taka fram að ekki hefur verið leitað eftir upplýsingum um málið eða staðfestingu á því sem þar er sagt. Greinin er í veigamiklum atriðum röng og ljóst að ekki var meiningin með henni að upplýsa lesendur blaðsins um sannleika þessa sorglega máls. Af einhverjum ástæðum kýs blaðamaðurinn að láta mata sig einhliða eða láta skrifa greinina í gegnum sig. Starfsfólk Rafiðnaðarskólans hefur kosið að ræða þessi mál ekki í fjölmiðlum á meðan á dómsmálum og kærumálum stendur en einbeitt sér að rekstri skólans en ljóst er að málatilbúnaður eins og birtist í DVgreininni skaða bæði skólann, starfsfólk og nemendur. Að lokum, blaðamenn hafa kvartað undan því að þeim sé borið á brýn að vera ekki hlutlægir í umfjöllun sinni um menn og málefni, starfsheiðri þeirra sé ógnað. Ekki skal fullyrt hvaða hvatir liggja á bakvið vinnubrögð sem beitt var við áðurnefnd blaðaskrif en þau eru ekki líkleg til að auka hróður blaðamanna.   29. apríl 2003 Fyrir hönd starfsfólks Rafiðnaðarskólans Sigurður Geirsson skólastjóri  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?