Fréttir frá 2003

05 7. 2003

Flutningur verkafólks

Hvernig má tryggja kjör og réttindi verkafólks og koma í veg fyrir að það verði nýtt til undirboða á vinnumarkaði - á milli landa?Norræna byggingarsambandið NBTF stóð fyrir ráðstefnu dagana 5. og 6. maí í Riga um flutning verkafólks milli landa. Hvernig tryggja mætti kjör og réttindi þess og koma í veg fyrir að það væri nýtt til undirboða á vinnumarkaði. Ráðstefnumenn voru sammála um að til þess að koma í veg fyrir að launafólk væri að leita frá sinni heimabyggð eftir störfum, þá væri besta leiðin að bæta ástandið heima fyrir. Launafólk í þessum löndum væri eins og við, það vildi vitanlega helst vera heima hjá sér og sinni fjölskyldu. Ráðstefnuna sátu um 40 manns frá norðurlöndunum, eystrasaltslöndunum Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Póllandi, auk Rússlands. Flutt voru áhugaverð inngangserindi og unnið í hópavinnu. Það vakti athygli ráðstefnugesta, þá sérstaklega norðurlandafulltrúanna, sem fulltrúar Rússlands bentu á. Þetta er mikið vandamál hjá þeim. Í Rússlandi eru um 6 ? 8 millj. ólöglegra verkamanna frá Asíu löndunum M.a. um 3.5 millj. ólöglegra verkamanna frá Kína, 1 millj. frá Moldavíu, 1.5 millj. frá Kóreu og þannig mæti áfram telja. Þannig að það er ekki bara í Vestur Evrópu sem þetta vandamál er.   Í niðurstöðum kom ýmislegt fram og er hér getið helstu atriða. Til þess að bæta ástandið þarf að ná markmiðum stéttarfélaga um gerð kjarasamninga og setningu löggjafar sem tryggir réttindi launafólks. Ná fram félagslegum sáttmála. Það þarf sterk verkalýðsfélög en ekki síður sterk samtök atvinnurekenda. Það skiptir litlu þó fram náist góður samningur við eitt fyrirtæki, ef svo jafnharðan birtast önnur fyrirtæki sem undirbjóða og eyðileggja þann árangur. Fram kom í ræðum austantjaldsmanna að til þeirra hafi komið margir ?trúboðar? frá hinum ýmsu verkalýðsfélögum margra landa. Þessir menn hafi boðið fjárhagsaðstoð og upp á þjálfun starfsmanna verkalýðsfélaga. Í heimsókn hafa komið ?trúboðar? frá verkalýðsfélögum frá sameinaðri Evrópu en þeir tala mismunandi röddum. Boða mjög mismunandi aðferðir með mismunandi markmiðum og lausnum. Þeir boði mjög mismunandi skipulag á vinnumarkaði og uppbyggingu stéttarfélaga. Bandarísk ?verkalýðsfélög? hafa valdið miklum skaða í þessum löndum.   Félagslegur sáttmáli er góður, en hvers virði er hann ef við höfum ekki verkalýðsfélög til þess að gæta hans. Ef stéttarfélögin eru veik eru það önnur atriði sem hafa meiri áhrif á vinnumarkaði. Það ræður hvaða lög og reglur eru settar og hvort farið sé eftir þeim. Það er ekki minni ástæða fyrir okkur að vinna að því að fá fyrirtækin til þess að mynda sterk heildarsamtök. Það verðum við að gera til þess að fá öll fyrirtækin til þess að virða þá samninga, lög og reglugerðir sem sett eru.   Í Eystrasaltslöndunum leyfa stjórnvöld fyrirtækjum og launþegum að gera því næst hvað sem er. Atvinnuleysi hefur verið að aukast og það sé því skiljanlegt að stjórnvöld og landsmenn vilji koma í veg fyrir þá þróun. Í undirbúningi eru lög um lágmarksréttindi. Fyrstu lög okkar hafa ekki gefið okkur neinn rétt. Nú fyrst er að skapast réttur til þess að hægt sé krefjast kjarasamninga. Menn sjá nú fram á að geta farið að vinna í lagaumhverfi og í samstarfi við stjórnmálamenn. Það er þekkt í þessum löndum að fyrirtæki frá norðurlöndum bjóði verkafólki í þessum löndum vinnu á 80% af lágmarkskjörum, 20% fari í ?kostnað?. Ráðstefnugestir voru sammála um að ekki sé hægt að berjast gegn undirverktakastarfsemi og umboðsskrifstofum nema með alþjóðlegu samstarfi.   Hvernig eigum við að fá nýja meðlimi? Hvernig eigum við að þjálfa þá? Það eru einungis um 14% verkafólks meðlimir í verkalýðsfélögum í Póllandi. Verkalýðsfélög í Póllandi ná einungis yfir ákveðin landsvæði eða fyrirtæki. Verkalýðsfélög hafa þróast þar í rúman áratug og þau eru ákaflega mismunandi eftir landssvæðum. Það er kannski ekki aðalmarkmiðið að fá nýja félagsmenn, það er spurningin að fá þá sem eru fyrir í félögunum til þess að auka mátt sinn og styrkleika. Það er mun oftar félagsmönnum okkar að kenna ef við náum ekki því fram sem við erum að berjast fyrir, það eru ekki þeir sem fyrir utan standa. Þeir koma oft fram og taka þátt í baráttunni ef hún er virk og sterk, sjá Frakkland. Fjárhagslegur stuðningur vestrænu verkalýðshreyfingarinnar skiptir miklu máli.   Stjórnvöld vilja vitanlega félagslegan sáttmála, hann leiðir af sér félagslegan frið. Einungis 9% eru í verkalýðsfélögum í Frakklandi, en samt eru þeir með löggjöf um vinnumarkað sem tryggir vinnufrið kjarasamninga. Í þessu samhengi mætti þá spyrja; af hverju er þá ekki betra ástand t.d. í Póllandi, þar er þátttaka í verkalýðsfélögum 14%. Þar hefur verið mesta vandamálið að það þarf einungis 10 félagsmenn til þess að stofna verkalýðsfélag. Í sumum fyrirtækjum í Póllandi eru allt að 14 verkalýðsfélög. Það þarf ekki mikla þátttöku í verkalýðsfélgöum til þess að ná góðri stöðu meðal verkafólks. En það þarf góða stjórnmálamenn til þess að ná góðri löggjöf. Til þess að skapa grundvöll til árangurs í þessari baráttu eigum við að einbeita okkur að því að fá kjörna góða stjórnmálamenn.   Verkalýðsfélögin eiga að einbeita sér að innra starfi frekar en að auka fjölda félagsmanna. Þau eiga að stilla upp gulrótum fyrir stjórnvöld og fyrirtæki. Þau eiga að bjóða upp á félagslegan frið ef þau fá félagslegan sáttmála. Ef verkalýðsfélögin fá ekki sinn sáttmála þá kostar það ófrið. Það er gulrótin. Fyrirtækin og stjórnvöld vilja frið. Það eru verkalýðsfélögin sem eiga að stjórna því hvenær friður er á vinnumarkaði.   Verkalýðsfélögin verða að skilgreina hvað þau vilja. Hvað þau hafa fram að bjóða. Það á að efla innra starf verkalýðsfélaganna. Leggja megin áherslu á að auka starfsmenntun, öryggi félagsmanna og tryggingar þeirra sem eru í félögunum. Það getur, ef rétt er að staðið af hálfu verkalýðsfélaganna, verið gulrót fyrir fyrirtækin. Þau fá betur menntað starfsfólk og ánægðara fólk, fólk sem gefur af sér meiri framleiðni. Með því náum við að sameina krafta okkar fólks og að skapa umhverfi sem okkar fólk vill berjast fyrir. Það leiðir af sér umhverfi sem fyrirtækin sækjast eftir þau þau þrífast vel í skjóli sterkra stéttarfélaga af því þar er friður. Það sjáum við t.d. á norðurlöndunum. Ef hægt er að sannfæra fyrirtækin um þetta þá erum við á réttri leið.   Það þarf ekki marga félagsmenn til þess að ná þessum árangri. Hér má aftur benda á Frakkana. Þeir hafa gott skipulag og mjög virkt. Þeir ná út á göturnar 2 milljónum manna í ófrið ef þeim er misboðið. Þetta gera þeir á einni viku. Þeir geta náð öllu þjóðfélaginu í lið með sér á nokkrum dögum, t.d. stoppað alla umferð og fleira. Ef fyrirtækin vilja ófrið þá fá þau hann. Fyrirtækin óttast ekki verkalýðsfélögin ef þau hafa ekki burði til þess að skapa ófrið og fara í verkföll. Það hefur meiri áhrif á fyrirtækin hvaða skilyrði þau þurfa að uppfylla til þess að geta selt vöru sína. 07.05.03 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?