Fréttir frá 2003

05 17. 2003

Velferðarmál, Lífeyrismál og Kjaramál

15. þing RSÍ ályktaði um málin sem voru rædd af fulltrúum þingsins.  Hvernig verður með fyrirhugaðar skattabreytingar, hverjar verða væntanlegar launabreytingar - verða þær í takt við tilllögur Kjaradóms?  Hvernig með lífeyrismálin?Ályktun um velferðarmál15. þing Rafiðnaðarsambands Íslands haldið 16. ? 17.  mái 2003 styður tillögur ASÍ í velferðarmálum og hvetur stjórnvöld til aðgerða strax.  Þingið tekur undir ábendingar almannaheillasamtaka um að ekki megi verða frekari dráttur á að tryggja afkomu þeirra sem minna hafa til framfærslu. Þingið leggur áherslu á að fyrirhugaðar skattabreytingar verði ekki skiptimynt  í stað réttmætra launahækkana í komandi kjarasamningum.   Ályktun um kjaramál15. þing Rafiðnaðarsambands Íslands haldið 16. ? 17. maí 2003 fagnar því ef svigrúm til launahækkana er jafn mikið og fram kemur í dómi kjaradóms frá 10. maí s.l. Stjórnvöld hafa ítrekað sýnt ábyrgðarleysi við ákvörðun launa sérvalinna hópa.  Það hlýtur að leiða til þess að við undirbúning komandi kjarasamninga að verkalýðshreyfingin taki til skoðunar að semja einungis til eins árs í senn.  Ályktun um lífeyrismál15. þing Rafiðnarsambands Íslands haldið 16. og 17. maí 2003 fordæmir seinagang fjármálaráðuneytisins um jöfnun lífeyrisréttinda.  Þingið tekur undir ályktun miðstjórnar RSÍ dagsetta 19. mars 2003, um misrétti í lífeyrismálum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?