Fréttir frá 2003

05 19. 2003

Mikill samhugur á þingi RSÍ

Samheldni ? ÞekkingEinkennisorð 15. þings RSÍ voru Samheldni ? Þekking. Þau féllu vel að því mikla starfi sem fram fór á þinginu og þeim mikla samhug sem var áberandi meðal þingfulltrúa. Fram kom í skýrslu formanns og ársreikningum gjaldkera að staða sambandsins væri mjög sterk. Rekstravandamál skólakerfis rafiðnaðarmanna og dómsmál vegna fyrrverandi skólastjóra hefði verið of áberandi í starfinu. Þessum málum hafði verið blandað saman við starfssemi RSÍ, þá sérstaklega fjármálum með harla einkennilegum og órökrænum hætti. Skólakerfið hefði verið rekið í samstarfi við Samtök atvinnurekenda og hefði haft sjálfstæðar stjórnir og fjárhag. Fram kom að menn væru ósáttir hvernig Rafiðnaðarskólinn hefði um of verið blandað saman við þessi vandamál. Hann hefði ekki átt við rekstrarvanda að stríða eða að þar hefði verið óreiða. Það hefði verið í þeim skólum sem reknir voru í samstarfi við aðra og voru staðsettir í Faxafenshúsinu. Fram kom hjá löggiltum endurskoðanda þegar hann fór yfir áritun sína sem var fyrirvarlaus, að breytt hefði verið um uppsetningu og skipulagi reikninga með tilkomu nýs bókhaldskerfis. Það ásamt öðrum málum hefðu leitt til þess að hann hefði ásamt starfsmönnum sínum skoðað bókhald langt aftur í tímann. Gjaldkera sambandsins var hrósað fyrir röggsama stjórn á fjármálum sambandsins undanfarin 10 ár.Í þinglok fóru að venju fram kosningar. Formaður sambandsins var endurkjörinn og honum þakkað fyrir að hafa leitt sambandið í gegnum erfitt ár með langvinnu lófataki.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?