Fréttir frá 2003

05 19. 2003

Konur kjörnar í miðstjórn RSÍ

Fjölskylduvænt félag er framtíðin.Á 15. þingi RSÍ voru konur kjörnar í fyrsta skipti á miðstjórn sambandsins. Formaður Félags tæknifólks í rafiðnaði Anna Melsteð og ritari Félags íslenskra símamanna Anna Nína Stefnisdóttir voru kjörnar í miðstjórn. Þær voru báðar varamenn í miðstjórn síðasta kjörtímabil. Þingið sátu 128 fulltrúar þar af voru konur 12. Anna Melsteð stóð upp að loknu kjöri og sagði að hlutverk stéttarfélaga hefði breyst undanfarna áratugi. Í dag væri það svo nær undantekningalaust að báðir foreldrar væru útivinnandi í fullri vinnu á vinnumarkaðnum og þetta kallaði á önnur viðhorf og ekki væri tekið nægilegt tillit þess í kjarasamningum og aðstæðum á vinnustöðum. Anna lagði fram tillögu frá konum sem sátu þingið, um að miðstjórn myndi næsta kjörtímabil vinna að því að móta ákveðnari fjölskyldustefnu fyrir Rafiðnaðarsambandið. Mjög góður rómur var gerður að tillögunni og hún samþykkt samhljóða. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?