Fréttir frá 2003

05 29. 2003

Fjölmennir félagsfundir á Egilsstöðum og Sauðárkrók.

Skólamálin - Undirbúningur kjarasamninga - Stuðningsyfirlýsing.Þann 14. maí var haldin félagsfundur á Sauðárkrók og 28. maí var haldinn fundur á Egilsstöðum. Mánudaginn 2. júní verður svo fundur á Ísafirði. Á fundina hafa mætt formaður RSÍ, ásamt nokkrum af forystumönnum sambandsins. Fundurinn á Egilsstöðum var sá langfjölmennasti sem RSÍ hefur haldið á Austfjörðum. Þann 14. maí var haldin félagsfundur á Sauðárkrók og 28. maí var haldinn fundur á Egilsstöðum.   Á fundina hafa mætt formaður RSÍ, ásamt nokkrum af forystumönnum sambandsins. Fundurinn á Egilsstöðum og var sá langfjölmennasti sem RSÍ hefur haldið á Austfjörðum. Skólamálin, erfið staða, lágkúra í umfjöllun.Í miklum og líflegum umræðum var farið yfir ársskýrslu og reikninga sambandsins. Í umræðum um skólamálin: Það kom fram hjá formanni að hann hefði oft á tíðum átt mjög erfitt með að sætta sig við að hafa ekki getað komið á framfæri ítarlegum fréttum af gangi mála undanfarið ár. Það væri svo að menn byggðu ályktanir sínar á þeim upplýsingum sem þeir hefðu hverju sinni, það hefði verið sárt að þurfa að sitja aðgerðarlaus og hlusta á menn fjalla um sambandið og starfsmenn þess á kolröngum forsendum. En hendur starfsmanna hefðu verið bundnar vegna þess að lögmenn og endurskoðendur hefðu lagt blátt bann við að nokkuð færi út fyrr en niðurstaða lægi fyrir dómstólum. Ekki hefði verið sæmandi að færa réttarhaldið út á götu. Þetta ástand nýttu óvandaðir aðilar sér til fullnustu og dreyft var uppspunnum óhróðri studdum með gögnum sem slitin voru úr samhengi og oft á tíðum var um að ræða gögn sem komu málinu ekkert við. Auk þess að nafnlausum bréfum með níðangurslegum óhróðri var fleytt um sambandið. Öll þessi gögn hefðu verið dæmd ómerk og einskis virði fyrir dómstólum. Öllum átt að vera ljóst að fjárhagur skólakerfisns væri ekki það sama og fjárhagur RSÍ. Skólakerfið væri samstarf samtaka launamanna og fyrirtækja í rafiðnaðageiranum og með sjálfstæðan fjárhag. Það hefði ekki verið Rafiðnaðarskólinn sem hefði verið í vondum málum, það hefðu verið skólarnir í Faxafeninu og þeir hefðu verið reknir í samstarfi við aðra. Málið hefði allt strax í upphafi verið sett í hendur fagmanna, þ.e. endurskoðenda og lögmanna. Enginn úr forystu RSÍ eða Samtökum atvinnurekenda hefðu haft nein afskipti af rannsóknarstörfum þessara aðila. Málið hefði reynst vera mun flóknara og fjármálamisferlið verið mun meira og víðtækara en nokkurn hefði grunað. Þrátt fyrir að allt bókhald hefði verið endurskoðað, þá væri það nú svo að ef um væri að ræða ásetning og aðstöðu, þá væri ekkert kerfi fullkomlega skothelt. Það hefði m.a. komið fram hjá ríkisendurskoðun nú í umfjöllum um Landssímamálið. Lægst hefðu menn náð þegar þeir nýttu sér óvandaða blaðamennsku til þess að koma þessum samsetning á framfæri og augljóslega átti að nýta sér þetta til þess að skaða forystu RSÍ sem mest fyrir aðalfundi og þing sambandsins. Meðhöndlun hefði verið með ólíkindum, ekkert hefði verið borið undir þá aðila sem um var fjallað, utan þess að RSÍ fékk hluta af einni greininni til skoðunnar. Málinu hefði verið stillt upp þannig að þetta væri persónuleg aðför formanns RSÍ gegn skólastjóranum fyrrverandi. Formaður sambandsins væri búinn að sólunda hundruðum milljóna úr sjóðum sambandsins og Lífiðnar. Ætlast var til að menn legðu trúnað á að stjórnir RSÍ og Samtaka atvinnulífsins auk lögmanna og löggiltra endurskoðenda samtakanna, létu það afskiptalaust að formaður RSÍ nýtti sér þessi samtök til þess að spinna upp ásakanir á einstakling um tugmilljóna fjárdrátt og fjármálaóreiðu til þess að fela eigin afglöp. Aðili málsins væri eftirmenntun rafeindavirkja, ekki RSÍ og formaður RSÍ væri ekki í þeirri nefnd. Það hefði verið haft samband við ritstjórn og bent á nokkur atriði sem væru röng auk þess að fara fram á að umfjöllun færi ekki fram fyrr en að loknum réttarhöldum. Þessu hefði verið svarað af hálfu blaðsins að taka sérstaklega fram að RSÍ hefði fengið greinarnar til ítarlegrar athugnar og sambandið hefði ekki gert neinar athugasemdir. En rafiðnaðarmenn hefðu enn einu sinni sýnt af sér mikinn félagslegan þroska og samheldni. Búið væri að halda fjölmarga fundi innan sambandsins undanfarin mánuð, auk þings sambandsins væru það aðalfundir í öllum aðildarfélögunum auk nokkurra almennra félagsfunda. Á þessa fundi hefðu mætt á sjötta hundrað félagsmanna. Sambandið hefði líklega sjaldan staðið sterkara en nú. Lífiðn, sterk staða.Í umræðum um stöðu Lífiðnar kom fram að hún væri mjög góð, það væri rangt sem haldið væri fram að sjóðurinn hefði tapað fjármunum í skólamálunum. Sjóðurinn væri sá eini sem ætti fyrir framtíðarskuldbindingum, þrátt fyrir að hann væri með mun hagstæðara bótakerfi. T.d. með mun víðtækari makalífeyri en aðrir sjóðir. Fundarmenn voru mjög ósáttir við það misræmi sem stjórnvöld létu viðgangast í lífeyrismálum, og fordæmdu að núverandi ríkistjórn hefði í tvígang vikið sér undan að standa við gerða samninga um jöfnum lífeyrisréttinda. Á sama tíma byggju þessir menn sér margfallt betri lífeyrisrétt en aðrir landsmenn hefðu og starfsmönnum hins opinbera væri gróflega mismunað í lífeyrisréttindum. Undirbúningur kjarasamninga. Gáfu stjórnvöld tóninn?Mest var fjallað um komandi kjarasamninga og undirbúning kröfugerða. Fram kom að undirbúningur væri hafinn af hálfu RSÍ. Verið væri að undirbúa mjög ítarlega launakönnun sem yrði birt í haust. Að venju yrði árleg trúnaðarmannaráðstefna í haust, þangað kæmu allir trúnaðarmenn og samninganefndarmenn rafiðnaðarmanna. Hún yrði lengri en venjulega og myndi eingöngu fjalla um komandi kjarasamninga og lagður yrði grunnur að kröfugerðum. Menn voru hvattir til þess að koma á framfæri við trúnaðarmenn sína tillögum um úrbætur á kjarasamningum. Fundarmenn töldu að 19% launahækkun ráðamanna þjóðarinnar gæfi tóninn um hvaða launakröfur myndu verða settar fram. Formaður sagðist vera einlægur stuðningsmaður launahækkana, en hann teldi nauðsynlegt að minna menn á að þessi staða hefði komið áður upp og þegar komið hefði að gerð kjarasamninga launafólks hefðu stjórnvöld hamast í öllum fjölmiðlum og sakað launamenn um ábyrgðarleysi og stillt þeim upp við vegg hvort til stæða að raska stöðugleika og kynda verðbólgubál. Ljóst væri að launaskrið hefði siglt hjá garði austfirðinga, en nú væri full ástæða til að að reikna með að það gæti orðið meira en hjá öðrum. Fram hefði komið að sá erlendi verktaki sem væri kominn hingað væri með harla rislágar hugmyndir um launakjör og nú yrðu menn að standa saman og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Fullur einhugur var um að skattabreytingar yrðu ekki einhver skiptimynt í stað launahækkana. Einnig kom fram að full ástæða væri til þess að semja til skamms tíma ekki meir en til eins árs í senn, vinnulag ríkistjórnarinnar hvað varðar samninga við hópa sem standa utan við samtök innan ASÍ væru óviðunandi. Yfirlýsing um stuðning við RSÍ og starfsfólk sambandsins.Á fundinum var samþykkt einróma eftirfarandi yfirlýsing sem kom frá trúnaðarmanni rafiðnaðarmanna á Neskaupstað : Almennur félagsfundur rafiðnaðarmanna á Austurlandi haldinn á Egilsstöðum 28. maí fordæmir einkennileg vinnubrögð og óvönduð skrif DV fyrir skemmstu um RSÍ og tilhæfulausar aðdróttanir í garð forystumanna sambandsins. Fundurinn þakkar starfsfólki og stjórn RSÍ fyrir mikil og góð störf í þágu rafiðnaðarmanna og lýsir yfir fullu trausti og stuðningi við það.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?