Fréttir frá 2003

06 5. 2003

Velheppnaður fundur á Ísafirði

Mánudagskvöldið 2. júní var haldin almennur félagsfundur Rafiðnaðarsambandsins á Hótel Ísafirði. Fundurinn var vel óvenju vel sóttur. Mánudagskvöldið 2. júní var haldin almennur félagsfundur Rafiðnaðarsambandsins á Hótel Ísafirði. Fundurinn var vel óvenju vel sóttur. Á fundinn mættu Guðmundur Gunnarsson form. RSÍ, Einar Jón Ólafsson fjárm.stj. RSÍ og Sigurgeir Ólafsson form. Félags símsmiða. Farið var yfir ársskýrslu RSÍ og reikninga sambandsins.Einnig var farið yfir skólamálin og kom fram ánægja með hvernig tekið hefði verið á málum af hálfu forystu RSÍ og staða Rafiðnaðarskólans tryggð. Staða rafiðnaðarmanna á vinnumarkaði byggðist á góðri menntun umfram annað og Rafiðnaðarskólinn væri hryggbeinið í kjarabaráttu þeirra. Fjármunum sem beint væri þangað skiluðu sér í betri störfum, tryggari stöðu á vinnumarkaði og ekki síst í launum rafiðnaðarmanna. Óskiljanlegt væri hvernig sumum tækist að skilgreina það sem tap, þó að samtök fyrirtækja í rafiðnaði og rafiðnaðarmanna stæðu vörð um og styrktu þessa starfsemi. Undrun sætti að reynt væri í opinberri umræðu að tengja saman þennan stuðning við fjármálamisferli fyrrverandi skólastjóra, þar lægju að baki einhverjar óútskýrðar ástæður. Kjaramálin voru ofarlega í hugum manna og hvernig yrði staðið að undirbúningi komandi kjarasamninga. Fundarmenn töldu að eins og staðan væri nú þá væru full ástæða til þess að íhuga vel samningstíma nýrra kjarasamninga. Forysta RSÍ var hvött til þess að halda félagsfundi í haust til þess að kynna hver væri framvinda í undirbúningi kröfugerða.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?