Fréttir frá 2003

06 19. 2003

Fjölskylduhátíðin Apavatni

Leiðarlýsing og fleira hér.Konur sem vilja taka þátt í Kvennahlaupinu geta hlaupið á Apavatni.  Mælt er með því að þær konur sem ætla að hlaupa skrái sig áður á skráningarstöðum hlaupsins.  Þó verður einnig hægt að skrá sig í hlaupið á laugardeginum í íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni.Nánar hér hvar hægt er að skrá sig fyrirfram.Fjölskylduhátíð RSÍ 20. ? 22. júní 2003. Að þessu sinni er hátíðin í umsjá Félags tæknifólks í rafiðnaði ? FTR, í tilefni af 10 ára afmæli félagsins. Dagskrá 20. júní, föstudagur             Tjaldsvæði RSÍ í Skógarnesi við Apavatn opið félagsmönnum. Margskonar leiktæki eru á svæðinu, knattspyrnuvellir og púttvöllur, auk þess að gestum er heimilt að veiða frá vatnsbakkanum á svæðinu. Á tjaldsvæðinu eru sturtur og salerni  og aðstaða til þess að vaska upp  með heitu og köldu vatni auk nokkurra gasgrilla. Rafmagn er í básunum , á tjaldsvæðinu, fyrir tjaldvagna eða fellihýsi. Auk þess eru snyrtingar og sturtur í stóra húsinu.           Frá Reykjavík er ekið eftir þjóðvegi nr. 1 í austur (Selfoss) við Ingólfsfjall er beygt á veg nr. 35, Biskupstungnabraut, og ekið framhjá Borg í Grímsnesi og að Svínavatni þar sem beygt er inn á veg nr. 37 að Laugarvatni.  Þessi vegur er ekinn að vegi nr. 364 sem er 4 afleggjari til hægri frá veg nr. 37 og liggur hann að Skógarnesi (Austurey) þar sem tjaldsvæðið er að finna. RSÍ fáninn blaktir við veginn. Einnig er hægt að fara um Þingvelli og Lyngdalsheiði að Laugarvatni og farið um 1 km í átt að Selfossi  þegar komið er niður af heiðinni við Íþróttaskólann. Þessi leið er um 20 km. styttri, en Lyngdalsheiðin er seinfarnari en oftast mjög góð. Kort hér 21. júní, laugardagur   Kl. 12.00 - 18.00          Leiktæki   Gæsla á ábyrgð gesta  Kl. 14.00                            Víðavangshlaup Hátíðin hefst með víðavangshlaupi, þar sem hlaupið er í  kringum (utan um) tjaldsvæðið.  .  Litlu börnin hlaupa út að litla húsi þar sem keyrt er niður að orlofshúsunum og tilbaka. Þegar börnin koma í mark fá þau verðlaunapening.                                                 Knattspyrnukeppni                                                 Verðlaun afhent um kvöldið. Púttkeppni Verðlaun afhent um kvöldið.  Púttkylfur eru á staðnum. Eigin kylfur og boltar ef vill. Stærsti fiskurinn ? veiðikeppni Fyrir 12 ára og yngri.  Koma þarf með fiskinn í tjaldið um kvöldið og hann mældur Verðlaun (bikar) veitt fyrir stærsta fiskinn um kvöldið.        Kl. 16.00                           Grillaðar pylsur og djús fyrir börnin                                                 Við aðalhúsið (stóra húsið) Kl. 20.00                           Barnaskemmtun Í stóra tjaldinu.  Dansað og sungið til miðnættis.  Verðlaunaafhending fyrir knattspyrnukeppnina, púttkeppnina og stærsta fiskinn. Kl. 23.00                          Varðeldur                                    Sæmundur staðarhaldari kveikir upp.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?