Fréttir frá 2003

06 24. 2003

Fjölskylduhátíðin á Apavatni tókst vel

Fjölskylduhátíð RSÍ á Apavatni í ár tókst mjög vel að mati gesta.  Tæplega 300 gestir sóttu hátíðina og veðrið lék við hátíðargesti - milt og gott. Hátíðin hófst með víðavangshlaupinu að venju en bryddað var upp á þeirri nýjung að um leið var hlaupið kvennahlaup. U.þ.b. 200 tóku þátt í hlaupunum samtals. Eftir það fór í gang fótboltakeppni þar sem mættust 7 lið á ýmsum aldri. Uppblásin leiktæki voru á staðnum sem vöktu mikla kátínu krakkanna sem í þau fóru. Stærsti fiskurinn sem veiddist var 36 cm langur og púttkeppnin var jöfn og spennandi. Félag tæknifólks sá um að grilla pylsur ofan í gesti og um kvöldið var slegið upp krakkaballi og kveiktur varðeldur við vatnið þar sem tekið var lagið. FTR vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem lögðu félaginu lið við framkvæmdina á staðnum.     Við rásmarkið í víðavangs- og kvennahlaupi         Fyrstir í mark!                 Fótboltakeppni. Keppt var í 2 deildum, Ormadeild 9. ára og yngri þar sem þrjú lið kepptu og Skopparadeild 10 ára og eldri, þar sem 4 lið kepptu.   Úrslit: Ormadeild:  Skopparadeild: 1. AC-Milan 2. Górillur 3. Manchester United 1. Jólasveinar2. Stjörnurnar3. Aparnir4. Ísland       Jólasveinar hampa bikurum!                                    AC Milan hampa sínum bikurum!                                     Hafliði Sívertsen og Sveinn Kjartansson tilbúnir í grillið!                 Gestir gæða sér á grilluðum pylsum og Svala.             300 pylsum seinna!!!                    Svo voru nokkrir sem fengu að fara í hoppukastalann á skónum.....       Stundvíslega kl. 20.00 var tjaldið orðið sneisafullt af fólki.                 Vinningshafarnir í Púttkeppninni 1. ? 2. sæti  Halla Sveinsdóttir 21 högg 1. ? 2. sæti  Jón Ingi Ragnarsson 21 högg 3. ? 4. sæti Sigurður Gunnar  24 högg 3. ? 4. sæti Jan Tryggvason 24 högg 5. ? 6. sæti Fanney Georgsdóttir 25 högg 5. ? 6. sæti Jón Þór Britton 25 högg    Sér verðlaun hlaut Einar Halldórsson fyrir að vera fyrstur til að fara holu í höggi.  31 högg var hola í höggi hjá Einari.   52. tóku þátt í Púttkeppninni á öllum aldri.  Skipt var í tvo flokka, yngri og eldri.  Fyrstu sex sætin voru verðlaunuð í yngri flokki. Stærsti fiskurinn Darri Snær Finnbogason veiddi 36 cm langa bleikju.  Aðeins er vitað um einn annan fisk sem landað var þennan dag og var hann helmingi minni.                               Og svo var sungið og dansað í tjaldinu við mikla kátínu....      Þessi skuggalegi náungi ku vera formaður FÍR!!!                 Varðeldurinn logaði ríflega nóttina!  En flestir stóðu við hann til miðnættis og sungu dátt...     Bara spurning hvort er búsældarlegra, Anna formaður FTR eða Guðmundur formaður RSÍ?                

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?