Fréttir frá 2003

07 8. 2003

Betri aðstaða á tjaldsvæði við Apavatn

Enginn er verr þó hann hangi þurr!!!  Þegar snyrtiaðstaða var sett upp á tjaldsvæðinu, fyrir skemmstu, voru settir upp vaskar til uppþvotta ásamt gasgrillum utan við húsið. Stundum rignir í útilegum og félagsmenn (sérstaklega karlmenn) kvörtuðu sáran undan því að þeir væru oft gegnvotir eftir uppþottinn og spurðu því, hvort ekki væri nú hægt að fá þak yfir vaskana? Nú er verið að leggja síðustu hönd á þetta nýja mannvirki RSÍ, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Aðsóknin að tjaldsvæðinu vex með hverju ári. Búið er að endurnýja og bæta við leiktækjum. Auk þess er frír aðgangur að 9 holu púttvelli, æfingaaðstöðu fyrir golfara, fótboltavellir og veiði í Apavatni. Gasgrill er í tveimur húsum á tjaldsvæðinu. Í snyrtihúsinu eru 6 salerni og 2 sturtur og svo auðvitað uppþvottavaskarnir góðu með heitu og köldu vatni. Mikill skógur er á tjaldvsæðinu og gott skjól í skógarbásunum, þar sem tjaldað er.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?