Fréttir frá 2003

07 21. 2003

Nýir kjarasamningar vegna Félags sýningarmanna.

Kjarasamningur RSÍ vegna Félags sýningarmanna rann út í vor. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður um endurnýjun samningsins. Fyrir nokkru náðist samkomulag við Norðurljós um að tengja samning sýningarmanna sem starfa hjá því fyrirtæki við aðalsamning RSÍ við fyrirtækið. Hér er átt við "Stöðvar 2" samning RSÍ eins og hann hefur oftast verið nefndur okkar á meðal. Með þessu urðu töluverðar breytingar en sýningarmenn hjá kvikmyndahúsum Norðurljósa voru sáttir við þær breytingar og nýtt launakerfi. Í framhaldi af því hófust samningaviðræður við SAMbíóin og í síðustu viku náðist nýr kjarasammningur við SAMbíóin og Háskóabíó. Samningurinn gildir til 31. október 2004.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?