Fréttir frá 2003

08 5. 2003

Fjölmenni á tjaldstæðinu við Apavatn um Verzlunarmannahelgina

Á 400 hundrað manns var á tjaldstæði RSÍ við Apavatn um Verzlunarmannahelgina. Veðrið var eins og það getur orðið best, 25 stiga hiti, logn og glampandi sól alla helgina. Á svæðinu voru eingöngu fjölskyldur og engin vandræði voru þrátt fyrir hinn mikla fjölda. Fólk undi sér við margskonar leiki og nýttu leiktækin vel, fótboltavellir voru í fullri notkun, sama gildir um púttvöllinn. Margir voru að sulla í vatninu til þess að kæla sig, og nokkir settu í fiska.  Margir höfðu á orði við okkur starfsfólkið að svæðið væri orðið glæsilegt og vel búið. Við heyrðum oft þá fullyrðingu að tjaldstæðið væri orðið hið besta á landinu, vel staðsett náttúruperla. Góð yfirbyggð aðstaða til þess að grilla og vaska upp með heitu og köldu vatni. Snyrtiaðstaða góð með góðum sturtum, fjölbreytileg leiktæki og góð svæði til leikja og hægt væri að renna fyrir fisk. Svæðið væri vel gróið og sérstaklega snyrtilegt, búið að setja upp lýsingu og raftengla víða um tjaldstæðið. Skógurinn fallegur og tjaldstæðin aðlaðandi og glæsileg í skógarrjóðrunum. Tjaldstæðið hefur verið mjög vel nýtt í sumar af félagsmönnum og gestum þeirra, gestafjöldi er kominn á þriðja þúsund.    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?