Fréttir frá 2003

08 26. 2003

Starfsréttindi og launamál í Kárahnjúkum

Erlendir starfsmenn laun þeirra og starfsréttindi hafa mikið verið í umræðunni frá því að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hófust. Hingað til lands eru komnir amk um 400 erlendir starfsmenn, og vitneskja um launakjör þeirra er takmörkuð við ummæli þeirra sjálfra við íslenska starfsfélaga sína. Því er haldið fram að laun séu töluvert fyrir neðan lágmarkslaun í Virkjanasamning. Erlendir starfsmenn laun þeirra og starfsréttindi hafa mikið verið í umræðunni frá því að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hófust. Hingað til lands eru komnir amk um 400 erlendir starfsmenn, og vitneskja um launakjör þeirra er takmörkuð við ummæli þeirra sjálfra við íslenska starfsfélaga sína. Því er haldið fram að laun séu töluvert fyrir neðan lágmarkslaun í Virkjanasamning. Ítalska fyrirtækið hefur haldið því fram að hér sé á ferðinni miskilningur, erlendir starfsmen tali um laun eftir skatt, á meðan við tölum um heildarlaun. Laun starfsmanna þeirra séu hærri. Brúttólaun erlendra rafvirkja séu sambærileg við lágmarkslaun Virkjanasamnings sem eru um 937 kr. í daglaun, eða um 300 þús. kr. á mán. með yfirvinnu. Það eru ákvæði í virkjanasamning um bónus. Daglaun íslenskra rafiðnaðarmanna virkjanasvæðum hafa verið um 1.300 ? 1.600 kr. á tímann. Það hefur árangurslaust verið farið fram á að erlenda fyrirtækið sýni ráðningarsamninga máli sínu til staðfestingar. Við höfum farið fram á að við fengjum upplýsingar um menntun og starfsréttindi erlendra starfsmanna. Í reglugerð um viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í öðru EES-ríki ? nr. 495/2001 segir m.a.: Færa skal fyrir lögreglustjóra hér á landi sönnur um starf og starfsþjálfun í öðru EES-ríki í samræmi við viðkomandi gerðir. Lögreglustjórar skulu staðfesta réttmæti gagna um starfið og starfsþjálfunina eftir að viðkomandi félagi iðnaðarmanna, þ.e. landsamtökum meistara og sveina í iðngrein og staðbundnu félagi, ef til er, hefur verið gefinn kostur á að segja álit sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá embætti sýslumanns á svæðinu þá hafa einvörðungu borist tilkynningar um tvo rafiðnaðarmenn og það var nýverið. Við höfum vissu fyrir því að í sumar hafi komið hingað erlendir menn sem sjá um rafbúnað fyrir erlenda verktakann og þeir eru ekki skráðir hér á landi í samræmi við landslög. Ekki eru neinar upplýsingar um menntun þeirra eða starfsréttindi. Í starfsmannaskrá¡ eru a.m.k. 12 menn sem sagðir eru vera rafvirkjar. Það er hlutverk Vinnueftirlits og sýslumanns að sjá um farið sé að gildandi landslögum og mál séu í réttum farvegi. Í umræðunni hefur ítrekað komið fram að aðbúnaður sé ekki í samræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi auk þess að ákvæði Virkjanasamnings um aðbúnað séu ekki uppfyllt. Í sjálfu sér er það skiljanlegt að tvísetja þurfi í herbergi á meðan verið er að byggja búðirnar upp. En það er ábyrgðarleysi ef ekki er farið eftir lágmarkskröfum um öryggisbúnað, hér á ég við t.d. um brunavarnir, reykskynjara, eldhólf í húsum og flóttaleiðir. Ástæða er að geta þess að búðir íslenskra fyrirtækja eru síst í betri stöðu hvað þessi mál varðar og hinar erlendu. Fleiri atriði hafa einnig verið gagnrýnd, t.d. neysluvatn, snyrtingar, frárennsli, umhirðu sorps, mötuneyti og aðstöðu starfsfólks í mötuneytum til snyrtinga. Hér er um að ræða grundvallaratriði sem útilokað er að sætta sig við einhver frávik. Það eru margir sem fullyrða að þau hús em verið sé að reisa muni ekki standast íslenskan vetur sama gildir um frágang á vatnslögnum og frárennsli og rotþróm. Það er ekki okkar að leggja mat á það. Ef byggingareftirlitsmenn hafa ekkert við húsin að athuga, þá kemur það í ljós í vetur hvort þessar fullyrðingar standist. Ég hef margoft bent á að hagsmunir íslenskra launamanna og íslenskra fyrirtækja fara saman hvað varðar að laun og aðbúnaður sé í samræmi við ákvæði laga og kjarasamninga. Við skerðum samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja ef ekki eru gerðar sömu kröfur tilerlendra fyrirtækja og íslenskra. Ef í ljós kemur að fullyrðingar um lág laun og léglegan aðbúnað reynast réttar og Samtök atvinnurekenda standi við bak erlendra verktaka um að keyra niður laun og aðbúnað hér á landi, þá er SA að stefna málum í þann farveg að komandi kjarasamningar verða meiri háttar uppgjör milli aðila. Kröfur um skilgreinda launataxta munu koma fram og sá sveigjanleiki sem oft hefur verið talin helsti kostur íslensks vinnumarkaðar mun hverfa. Það er erfitt að skilgreina þetta mál öðru vísi en svo, en verið sé leynt og ljóst að vinna gegn hagsmunum félagsmanna SA, þ.e. íslenskra fyrirtækja.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?