Fréttir frá 2003

09 8. 2003

Fréttatilkynning frá fulltrúum landssambanda í samráðsnefnd skv. Virkjunarsamningi.

Vegna ummæla sem utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins lét falla á fundi á Egilstöðum og birt voru í fréttatíma Stöðvar 2 um gagnrýni sem sett hefur verið fram í tengslum við byggingu Kárahjúkavirkjunnar.Alþýðusamband ÍslandsStarfsgreinasamband ÍslandsSamiðn Rafiðnarsamband ÍslandsMATVÍS - Matvæla- og veitingasamband Íslands       Reykjavík, 5. september 2003 Fréttatilkynning Vegna ummæla sem utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins lét falla á fundi á Egilstöðum og birt voru í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um gagnrýni sem sett hefur verið fram í tengslum við byggingu Kárahjúkavirkjunnar vilja fulltrúar landsambanda í samráðsnefnd skv. Virkjunarsamningi koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Alþýðusambandið og landsambönd innan þess hafa stutt ákvarðanir stjórnvalda um virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka. Þessi stuðningur byggir á því að starfsmenn við þessar framkvæmdir njóti réttinda og kjara í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og þær reglur og venjur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.Fullt tilefni hefur því verið fyrir þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram gagnvart ítalska fyrirtækinu Impregilo að því er varðar bág launakjör erlendra starfsmanna, aðbúnað á vinnusvæðinu og framgöngu þess í samskiptum við starfsmenn og fulltrúa þeirra. Fyrirtækið hefur vanefnt skyldur sínar samkvæmt Virkjunarsamningi. Þess í stað hefur fyrirtækið tekið upp nýtt launakerfi á virkjunarsvæðinu gagnvart erlendum starfsmönnum. Við þá framkvæmd hefur það notið aðstoðar lögmanns síns Þórarins V. Þórarinssonar. Verkalýðshreyfingin vill taka fram að hún hefur átt gott samstarf við opinbera eftirlitsaðila á svæðinu. Hafa starfsmenn þessara aðila virst ákveðnir í því að sinna embættisskyldum sínum en fjármagnsskortur að sumu leyti hamlað auk þess sem þeir hafa líkt og verkalýðshreyfingin upplifað seinagang og vanhaldin loforð fyrirtækisins. Það er því mjög athyglisvert eftir allt sem að framan er lýst, löglegri og málefnalegri gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar, og ítrekuðum vanefndum fyrirtækisins að formaður Framsóknarflokksins telji tilefni við þessar aðstæður að færa þessu fyrirtæki sérstakar þakkir. Alþýðusambandið og landsambönd innan þess treysta því að formaður Framsóknarflokksins kynni sér betur rök verkalýðshreyfingar í þessu máli. Það er vissa okkar að það muni leiða til þess að hann og við muni eiga samleið í því að tryggja að Kárahnjúkavirkjun verði góður og eftirsóknarverður vinnustaður.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?