Fréttir frá 2003

09 11. 2003

Er vá fyrir dyrum í íslensku atvinnulífi?

Nú eru hafnar framkvæmdir við Kárahnjúka. Samtök launamanna lýstu ánægju með fyrirhugaðar framkvæmdir, með þeim væri komið í veg fyrir frekari niðursveiflu í atvinnu- og efnahagslífi. Þegar tilboð í verkið voru opnuð vakti það athygli hversu mikið tilboð ítalska fyrirtækisins Impregilo var undir næstlægsta tilboði. Því var haldið fram að það væri einungis hægt ef ætlunin væri að fara ekki að ákvæðum virkjanasamnings um lágmarkslaun, og flytja inn verkafólk frá láglaunasvæðum. Landsvirkjun fullvissaði landsmenn um að lágmarks launakjör og ákvæði um bónusa og afkastahvetjandi launakerfi við virkjanaframkvæmdir hér á landi hefðu komið mjög glöggt fram í útboðsgögnum.Nú eru hafnar framkvæmdir við Kárahnjúka. Samtök launamanna lýstu ánægju með fyrirhugaðar framkvæmdir, með þeim væri komið í veg fyrir frekari niðursveiflu í atvinnu- og efnahagslífi. Þegar tilboð í verkið voru opnuð vakti það athygli hversu mikið tilboð ítalska fyrirtækisins Impregilo var undir næstlægsta tilboði. Því var haldið fram að það væri einungis hægt ef ætlunin væri að fara ekki að ákvæðum virkjanasamnings um lágmarkslaun, og flytja inn verkafólk frá láglaunasvæðum. Landsvirkjun fullvissaði landsmenn um að lágmarks launakjör og ákvæði um bónusa og afkastahvetjandi launakerfi við virkjanaframkvæmdir hér á landi hefðu komið mjög glöggt fram í útboðsgögnum. Þrátt fyrir að stærsta verkefni íslandssögunnar sé komið í gang og starfsmenn þar séu farnir að nálgast 1.000,  hefur atvinnuleysi farið vaxandi og kostnaður vegna atvinnuleysisbóta hefur aukist mikið. Enn hafa ekki margir íslendingar ráðið sig til starfa til Kárahnjúka þrátt fyrir að ítalska fyrirtækið hafi auglýst eftir starfsfólki og margir hafi sótt um. En þegar í ljós kom hvaða laun voru í boði hafa flestir þeirra horfið á braut og mikill fjöldi erlendra starfsmanna fluttur inn í landið. Trúnaðarmenn stéttarfélaganna hafa kynnt sér launkjör hinna erlendu starfsmanna og komist að því að þau eru mun lægri en kjarasamningar kveða á um. Nú er risin deila milli aðila vinnumarkaðs um hvað lágmarkslaun séu í raun. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa haldið því fram að leggja megi ýmsar greiðslur við tímalaun, eins og t.d. orlofsgreiðslur, staðaruppbót og bónusa. Ef niðurstaða þeirrar samlagningar nái 935 kr. hvað iðnaðarmenn varði, sé kröfum um lágmarkslaun fullnægt. Stéttarfélögin hafa aftur á, móti bent á, að í virkjanasamningi séu lámarks tímalaun iðnaðarmanna 935 kr., en auk þess séu þar ákvæði um orlofsgreiðslur staðaruppbætur og bónusa. Lágmarkslaun iðnaðarmanna við virkjanaframkvæmdir hafi verið nær 1.300 kr. á tímann. Þessi túlkun Samtaka atvinnulífsins er ný og óþekkt, og setji öll samskipti á vinnumarkaði í óvissu. Það er verið að stofna til ófriðar og stefna með því framkvæmdunum í óvissu. Auk þessa  hafa trúnaðarmenn stéttarfélaganna á svæðinu það eftir erlendu launamönnunum, að þeir launaseðlar sem lagðir hafi verið fram af hálfu atvinnurekenda séu alls ekki réttir. Laun þeirra per. tíma sé um 7 evrur og þá sé allt talið. Dagvinnutímar séu mun fleiri en kjarasamningar kveða á um. Eins og staðan er í dag þá bendir allt til þess að slá muni í brýnu á mill stéttarfélaganna og Samtaka atvinnulífsins. Einnig er ljóst að ef fram heldur sem horfir, muni þessi deila hafa mikil áhrif á komandi kjarasamninga og heildaruppbyggingu kjarasamninga framtíðarinnar. Þá muni hverfa sá sveigjanleiki, sem er í íslenskum kjarasamningum og margir hafa hrósað og talið ein helsta ástæða heilbrigðs atvinnulífs og mun minna atvinnuleysis en þekkist í nágrannlöndum okkar. Mjög fá íslensk fyrirtæki hafa fengið verkefni við Kárahnjúka, vegna þess að þau eru ekki samkeppnifær við ítalska fyrirtækið, með þá erlendu launamenn sem hjá því starfa. Það hefur komið fram, að margir forsvarsmenn íslenskra verktakafyrirtækja er það fullkomlega óskiljalegt að Samtök átvinnulífsins skuli verja þessa stöðu, þau eru að  vinna gegn hagmunum félagsmanna sinna. Frestun á stækkun Norðuráls?Annað áfall dundi á íslenskum fyrirtækjum í síðustu viku. Landsvirkjun ákvað að fresta byggingu Norðlingaölduveitu. Það setur  stækkun Norðuráls  í uppnám. Norðurál hefur verið til mikillar fyrirmyndar á íslenskum vinnumarkaði. Þar eru virtar þær leikreglur sem hér gilda og íslensk fyrirtæki hafa náð þar verkefnum í samkeppni við erlend. Full ástæða er að geta þess að það er einnig bandarískt fyrirtæki sem hyggst reisa álverið í Reyðarfirði og samskipti þess við stéttarfélögin og fyrirætlanir hvað varðar kjarasamninga er með miklum ágætum. Hjá Norðurál eru margir starfsmenn . Stækkun álversins er mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu sem á sér stað á vesturlandi. Forsvarsmenn Norðuráls hafa verið að undirbúa sig undir það að verksmiðjan stækkaði með samningum um sölu framleiðslunnar og kaupum á rafskautum og súráli. Þessir samningar eru gerðir til langs tíma og nauðsynlegir svo hægt sé að gera fjármögnunaráætlanir og fá fjárfesta að verkefninu. Ákvörðun Landsvirkjunar hefur sett þessar framkvæmdir í óvissu. Þessi staða hlýtur að vera öllum mikið áhyggjuefni, ekki síst stjórnvöldum. Öllum er það ljóst að íslensk verkalýðshreyfing mun ekki sætta sig við að launakjör verði færð niður og innleitt vaxandi atvinnuleysi svo verja megi stöðu eins erlends fyrirtækis. Við ætlumst til þess að gripið verði í taumana strax og komið í veg fyrir að framkvæmdum fyrir austan verði stefnt í voða, vegna þess að ekki sé staðið við gildandi kjarasamninga og séð verði til þess að Norðurálsmenn geti haldið ótrauðir áfram við sínar áætlanir. 11.09.003  Guðmundur Gunnarsson.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?