Fréttir frá 2003

09 20. 2003

Kárahnjúkadeilan

Undanfarna daga hafa fulltrúar stéttarfélaganna og SA skipst á skoðunum á óformlegum fundum um stöðuna og þróun mála. Það er orðið ljóst að vandinn er mun meiri en fulltrúar Landsvirkjunar og hins erlenda fyrirtækis hafa látið í veðri vaka. Undanfarna daga hafa fulltrúar stéttarfélaganna og SA skipst á skoðunum á óformlegum fundum um stöðuna og þróun mála. Það er orðið ljóst að vandinn er mun meiri en fulltrúar Landsvirkjunar og hins erlenda fyrirtækis hafa látið í veðri vaka. Eftir það sem hefur komið fram hjá hinum erlendu starfsmönnum getur Landsvirkjun ekki undan því vikist að krefja ítalska fyrirtækið um að fara í einu og öllu eftir Virkjanasamningnum og þeim venjum sem ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Launaseðill með uppgjöri um hver mánaðarmót og innlögn á íslenskan bankareikning í eigu viðkomandi starfsmanns. Það hefur komið fram í viðræðum að það er sameiginlegur skilningur fulltrúa stéttarfélaganna og SA að fara verði að gildandi kjarasamningum, það þjóni ekki hagsmunum neins, síst íslenskum fyrirtækjum að rjúfa þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði sem aðilar hafi komið sér saman um í formi kjarasamninga. Það er ljóst að verkalýðshreyfingin mun ekki linna látum fyrr en þessi mál eru kominn í ásættanlegan farveg. Það er ekki hægt að una því að stéttarfélögin og starfsmenn þeirra þurfi ítrekað að leggja út í harkalega baráttu til þess að fá stjórnvöld til þess að sinna eftirlitskyldum sínum gagnvart erlendum fyrirtækjum þegar stórframkvæmdir eiga sér stað. Það eru í gildi lög og reglugerðir um aðbúnað, hreinlæti og sorphirðu. Það eru starfandi eftirlitsaðilar, en það er óþolandi að starfsemi þeirra snúi einungis að íslenskum fyrirtækjum 20.09.03 gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?