Fréttir frá 2003

09 20. 2003

200 kall á tímann

Á fundi norræna rafiðnaðarsambandsins fyrir nokkrum dögum var fjallað um innstreymi verkafólks á lágum kjörum til norðurlandanna. Þetta fólk kemur frá  fyrirtækjum sem býður starfsfólk úr öllum starfsstéttum til leigu á lágum kjörum. Á fundi norræna rafiðnaðarsambandsins fyrir nokkrum dögum var fjallað um innstreymi verkafólks á lágum kjörum til norðurlandanna. Þetta fólk kemur frá  fyrirtækjum sem býður starfsfólk úr öllum starfsstéttum til leigu á lágum kjörum. Launin sem þetta fólk er sjálft að bera úr býtum er frá 2 ? 7 evrur á tímann. Nýverið kom ma fram að við nýbyggingar í Kaupmannahöfn t.d. óperuhúsið, voru portúgalskir byggingarmenn sem höfðu um 20 Dkr á tímann (danska krónan er nálægt 10 kr. ísl.) Þeir voru með 3.200 Dkr á mán. fyrir 50 stunda vinnuviku en danskir starfsbræður þeirra á sama vinnustað voru með 40.000 Dkr. á mán. fyrir 40 stunda vinnuviku. Portúgalska fyrirtækinu var gert að greiða samkvæmt dönskum kjarasamningum.   Danska rafiðnaðarsambandið fór nýlega með svona mál fyrir dómstólana og þaðan kom niðurstaða um að öllum fyrirtækjum sem störfuðu á danskri grund bæri að greiða laun og kjaratengda launaliði samkvæmt dönskum kjarasamningum. Á fundinum kom fram að þetta væri vaxandi vandamál í allri norður Evrópu. Það var samdóma álit þeirra sem fundinn sátu að innkoma erlendra fyrirtækja og starfsfólks á norrænan vinnumarkað yrði ekki stöðvuð. Menn óttuðust ekkert samkeppni við erlenda rafiðnaðarmenn, okkar fólk væri betur menntað og fjölhæfara og framleiðni mun meiri. En það væri aftur á móti ólíðandi ef fyrirtæki sem réðu þessa erlendu starfsmenn færu ekki eftir lögum og lögbundnum kjörum í viðkomandi landi.   Í þessu sambandi má benda á að það er við stórframkvæmdir sem fyrirtæki freistast til þess að ráða fólk frá þessum alræmdu starfsmannaleigum (hét þrælahald fyrir nokkrum árum). Þessar framkvæmdir eru fjármagnaðar af því fólki sem býr í viðkomandi landi, fólkinu sem greiðir skatta og kaupir þjónustu. Ef það væri ekki til staðar þá væri ekki hægt að leggja út þessar framkvæmdir. Ef gróðafíklar og skammtíma hagsmunir eru látnir ráða segir það sig sjálft að við verðum þá að gera það sem forsætisráðherrann okkar sagði fyrir nokkru, við verðum að flytja til þessara landa þar sem það er svo ódýrt að lifa að menn komast af með 200 kall á tímann. Þá er nú hætt við að fjármagnið í Matadorspilinu hjá okurvaxtakörlunum fari nú að minnka.20.09.03 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?