Fréttir frá 2003

09 24. 2003

Atvinna fyrir alla

Atvinna fyrir alla er yfirskrift ráðstefnu sem Alþýðusamband Íslands gengst fyrir um atvinnu- og byggðamál, næstkomandi þriðjudag á Grand Hótel. Undirtitill ráðstefnunnar er góð störf - betri lífskjör. Ráðstefnan er í senn undirbúningur fyrir ársfund Alþýðusambandsins og upphafið að víðtækri stefnumótunarvinnu ASÍ í atvinnu- og byggðamálum.   Ráðstefnan, sem er undirbúin af atvinnumálanefnd ASÍ, er öllum opin og félagar og félög eru hvött til að láta þennan póst ganga eða hvetja til þátttöku með öðrum hætti. Viðfangsefnið er sannarlega ærið og mikilvægt fyrir okkur að tryggja góða þátttöku í ráðstefnunni og þeirri vinnu sem framundan er.     Að neðan er dagskrá ráðstefnunnar.     Atvinna fyrir alla Góð störf - betri lífskjör   Ráðstefna um atvinnu- og byggðamál     Dagsetning:   30. september Tími:             13:00 - 16:30 Staður:         Gullteigur á Grand Hótel   Dagskrá:   1.     Setning       Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ   2.     Kíkt í verkfærakistu ESB - samþætt atvinnustefna Stefaan Hermans, Atvinnu- og félagsmálaskrifstofu Framkvæmdastjórnar ESB   3.     Áhrif stóriðjuframkvæmda - hvað gerist að þeim loknum?   Björn Rúnar Guðmundsson, Greiningardeild Landsbanka Íslands   4.     Byggðamál: Almennur vandi - sértækar lausnir Ásgeir Jónsson,  Hagfræðistofnun Háskóla Íslands   Kaffihlé   5.     Nýsköpun á Íslandi - sókn er eina vörnin! Einar Mäntylä, ORF Líftækni hf.   6.     Er þekking uppspretta nýrra starfa? Lilja Mósesdóttir, Viðskiptaháskólanum á Bifröst   7.     Samantekt Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ   Fundarslit Ráðstefnustjóri: Elín Hirst  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?