Fréttir frá 2003

10 10. 2003

Góð staða Lífiðnar, 9.7% ávöxtun.

Mikill og góður viðsnúningur hefur orðið á ávöxtun sjóðsins frá neikvæðri ávöxtun síðustu tveggja ára. Lífiðn er 10. stærsti lífeyrissjóður landsins, en þeir voru 51 um síðustu áramót. Í uppgjöri sem nú er tilbúið fyrir fyrstu 8 mánuði þessa árs, er ljóst að mikill og góður viðsnúningur hefur nú orðið á ávöxtun sjóðsins frá neikvæðri ávöxtun síðustu tveggja ára. Hrein raunávöxtun fyrir þessa 8 mánuði er 6.4% sem þýðir 9.7% á ársgrundvelli.   Nafn Stærð í milljörðum Tryggingar staða Fjöldi sjóðs Félaga 1 Lífs. Starfsm.ríkissins 116 -64% 25.501 2 Lífsj. Verzlunarmanna 102 -8.6% 26.794 3 Lífsj. Framsýn 54 -2% 16.716 4 Lífsj. Sjómanna 47 -7% 3.856 5 Sameinaði lífsj. 46 -9.6% 10.856 6 Lifsj Norðurlands 28 -12% 10.706 7 Söfnunarlífeyrissjóðurinn 24 -5.9% 16.098 8 Lífsj. Bankamanna 20 -8.7% 2.010 9 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 20 2.1% 16.716 10 Lífiðn 19 5% 5.346 11 Samvinnulífsj. 18 -9% 2.966 12 Lífsj. Austurlands 13 -19% 5.358   Aftasta röð töflunnar segir til um hvort lífeyrissjóðurinn sjóðurinn eigi eignir umfram heildarskuldbindingu. Athygli vekur að einungis einn af almennu sjóðunum á fyrir skuldbindingum það er Lífiðn, hann er þar í algjörum sérflokki. Þrátt fyrir erfið ár í ávöxtun og auknar lífslíkur þá er tryggingarstaða sjóðsins mjög góð. Góð ávöxtun nú rennir stoðum undir að staðan eigi eftir að batna enn frekar. Bankalífeyrissjóðirnir hafa vaxið mikið á síðustu árum, þeir hafa gífurlegan kostnað umfram almennu sjóðina og hafa verið mikið gagnrýndir fyrir miklar og óheftar auglýsingar. Bankalífeyrissjóðirnir búa við það að geta á mjög auðveldan hátt komið kostnaðinum yfir á aðra starfsemi. Þeir leggja í auglýsingarherferðir sem kostar tugi milljóna króna, þetta geta almennu lífeyrissjóðirnir ekki keppt við og það reyndar bannað með lögum. Annað er eftirtektarvert í þessari töflu það er staða Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Ávöxtun skiptir þennan sjóð ekkert, hann sendir reikning til fjármálaráðherra á gamlárskvöld fyrir það sem upp á vantar fyrir skuldbindingum, um síðustu áramót var reikningurinn upp á 14 milljarða sem sendur var til okkar skattborgaranna. Á síðasta ári var réttindakerfi Lífiðnar breytt í aldurstengt réttindakerfi. Um leið voru lífeyrisgreiðslur hækkaðar um 15.5% og áunnin réttindi hækkuð um 22.4%. ástæðan fyrir því að áunnin réttindi voru hækkuð var góð staða sjóðsins fyrir breytingar. 09.10.03 gg  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?