Fréttir frá 2003

10 17. 2003

NEUK fundur í Finnmörku 10. til 12. september 2003

Norrænir rafvikjar eru með samstarf um þróun menntamála, Nordisk El Udbildings Kommité. Í ráðinu sitja fulltrrúar eftirmenntunarnefnda rafvirkja frá öllum Norðurlöndunum. Í eftirmentunarnefndum eru 2 fulltrúar launamanna og 2 frá rafverktökum. Þannig að á ársfundum NEUK hittast fulltrúar beggja aðila alls norræna vinnumarkaðsins, sem er mjög sérstakt.  Ársfundur NEUK var haldinn í Noregi dagana 10. til 12. september síðastliðinn fundinn sóttu af Íslands hálfu Ólafur Sigurðsson, Rúnar Bachmann, Sigurður Geirsson og Guðmundur Gunnarsson.   Á dagskrá fundarins voru ýmis mál má þar nefna réttindi fyrirtækja og einstaklinga til að fara milli landa og hvernig tryggja á að fylgt sé þeim reglum sem heimamenn þurfa að hlíta. Fjallað var um ES tilskipun um viðurkenningu á starfsréttindum milli landa og hvaða áhrif hún hefði á norðurlöndum. Nefnt var dæmi um verksmiðju sem reyst var í Noregi án þess að rafverktaki væri að verkinu eða rafvirkjar innu við það. Verksmiðjan var einfaldlega flutt inn sem ?eitt tæki? sem aðeins ætti eftir að setja í samband, verksmiðjan samanstóð þó af þremur skemmum og færibandakerfum á milli þeirra. Þá var kynntur ?Evrópu passi? EUROPASS sem er ætlað að gera námsmönnum kleift að fá þjálfun og nám í útlöndum viðurkennt í heimalandinu, en Noregur og Ísland ásamt ES löndunum eru þátttakendur.   Fjallað var um rafmagnsöryggismál og ástand þeirra í hverju landi, fram kom að verið er að leggja niður reglugerðir og taka upp alþjóða staðla í þeirra stað. Í Noregi hefur komið fram að mikið er um rangan eða ófullnægjandi frágang á raflögnum við loka skoðun og hafa samtök rafverktaka og rafvirkja látið gera viðamikla könnun á orsökum þessa, meðal félagsmanna sinna. Í þessari könnun kemur í ljós að helstu orsakir eru fúsk, ófullnægjandi eigin úttekt, þekkingarleysi og stress sem oftast stafar af of þröngum tíma- eða fjármagns-ramma. Þegar skoðað er hvaða þættir koma oftast upp sést að það eru sömu þættir og hér á landi nema að í Noregi er mikið um rangan frágang á spennujöfnun og jarðtengingum en það stafar líklega af því að núlluð kerfi hafa ekki verið þar algeng fyrr en nú.   Kynnt var Leonardo verkefni um samræmda skráningu á raunfærni á rafiðnaðarsviði í Evrópu en  Noregur stýrir verkefninu.   Almenn umræða um nám og námstilhögun rafiðnaðarmanna á norðurlöndum og væntanlegar breytingar í einstökum löndum. Á öllum norðurlöndunum eru konur mjög fámennar í rafiðnaði, í Svíþjóð hafa SEF og EIO, samtök rafvirkja og rafverktaka, tekið þátt í verkefni sem er ætlað að draga stúlkur í rafiðnaðarnám.   Næsti ársfundur NEUK verður haldinn  á Íslandi í september að ári. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?