Fréttir frá 2003

10 17. 2003

Nýtt upplýsingarkerfi utan um ákvæðisvinnutaxtann

Undanfarið hefur ákvæðisvinnunefnd RSÍ og SART unnið að endurskoðun ákvæðisvinnutaxtans og undirbúning þess láta vinna nýtt forrit fyrir taxtann með það að markmiði að vista hann á heimasíðum RSí og SART. Undanfarin ár hefur Ákvæðisvinnunefnd rafiðna unnið að endurnýjun ákvæðisvinnutaxtans. Ákvæðisvinnunefndin er samstarfsnefnd rafvirkja og rafverktaka innan Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnurekenda í raf og tölvuiðnaði. Í nefndinni sitja Guðjón Guðmundsson og Guðbrandur Benediktsson fyrir hönd SART og Guðmundur Gunnarsson, Þorvarður G. Hjaltason frá Félagi ísl. rafvirkja. Nefndin sér um framkvæmd ákvæðisvinnusamningsins sem er hluti af almenna kjarasamning RSÍ og SART. Í honum gert ráð fyrir að allar nýlagnir séu unnar í ákvæðisvinnu, fari annar hvor aðila fram á það við verkbyrjun. Nokkuð dró úr notkun taxtans fyrir en eftir að hann var gefinn út á tölvuformi fyrir um 12 árum hefur notkun hans farið vaxandi.   Ákvæðisvinnunefndin hefur unnið að greiningu nýrra verkþátta og þeim bætt í skránna, auk þess að eldri þættir hafa verið yfirfarnir og breyttir með tilliti nýs verklags og efnisþátta. Í byrjun þessa árs ákvað ákvæðisvinnunefnd að fá Rafteikning vinna verklýsingu svo bjóða mætti út endurgerð kerfisins. Ákveðið var ákvæðisvinnutaxtinn yrði aðgengilegur öllum félagsmönnum RSÍ og SART á netinu. Verkið var boðið út í haust og fengust 11 tilboð. Gengið var til samninga við Origo ehf sem er dótturfyrirtæki Tölvumynda hf um verkefnið og þróun á nýju kerfi fyrir skráningu á verk- og efnisþáttum í ákvæðisvinnutaxtanum. Nýja kerfið sem verður skrifað í .NET, á að auðvelda útreikninga á efnis- og launaþáttum og uppgjör við verkkaupa. Samfara því verða, kostnaðar- og  verkáætlanir og tilboðsgerð gerð mun einfaldari og auðveldari. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið í vor. 17.10.03 gg     

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?