Fréttir frá 2003

10 26. 2003

Fjölmenn athöfn við afhjúpun minnisvarða

Um 200 manns voru við afhjúpun minnisvarða sem Félags íslenskra símamanna og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa reist við Mývatn. Þann 26. október 1999 drukknuðu Böðvar Björgvinsson og Jón Kjartansson starfsmenn Landssímans og Sigurgeir Stefánsson starfsmaður Kísiliðjunnar, þegar þeir voru að störfum á vatninu við lagningu ljósleiðara. Athöfnin var virðuleg og fór fram í ákaflega fallegu haustveðri. Einar Gústafsson formaður FÍS setti afhöfnina, séra Örnólfur Ólafsson flutti minningarorð og kirkjukórinn söng. Á eftir bauð Rafiðnaðarsambandið til kaffisamsætis. Landeigendur Grímsstaða gáfu land undir minnisvarðann á Grímsstaðaöxl sem er mjög fallegur og góður útsýnisstaður við þjóðveginn.  Um 200 manns voru við afhjúpun minnisvarða sem Félags íslenskra símamanna og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa reist við Mývatn. Þann 26. október 1999 drukknuðu Böðvar Björgvinsson og Jón Kjartansson starfsmenn Landssímans og Sigurgeir Stefánsson starfsmaður Kísiliðjunnar, þegar þeir voru að störfum á vatninu við lagningu ljósleiðara. Athöfnin var virðuleg og fór fram í ákaflega fallegu haustveðri. Einar Gústafsson formaður FÍS setti afhöfnina, séra Örnólfur Ólafsson flutti minningarorð og kirkjukórinn söng. Á eftir bauð Rafiðnaðarsambandið til kaffisamsætis. Landeigendur Grímsstaða gáfu land undir minnisvarðann á Grímsstaðaöxl sem er mjög fallegur og góður útsýnisstaður við þjóðveginn. Myndir frá athöfninni sem haldin var fyrsta vetrardag 25. október 2003.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?